„22.–28. maí. Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21: ‚Mannssonurinn kemur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„22.–28. maí. Joseph Smith — Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
22.–28. maí
Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21
„Mannssonurinn kemur“
Þegar þið lesið Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; og Lúkas 21, gætuð þið spurt: „Hvaða boðskap hafa þessir kapítular fyrir mig? fyrir fjölskyldu mína? fyrir köllun mína?“
Skráið hughrif ykkar
Lærisveinum Jesú hlýtur að hafa brugðið við spádóm hans: Hið mikla musteri Jerúsalem, hin andlega menningarmiðstöð Gyðinga, yrði fyrir slíkri eyðileggingu að „eigi [mun] eftir verða steinn yfir steini.“ Auðvitað vildu lærisveinarnir vita meira. „Seg þú oss, hvenær verður þetta?“ spurðu þeir. „Og hvert er tákn komu þinnar?“ (Joseph Smith – Matteus 1:2–4). Svar frelsarans opinberaði að hin mikla eyðilegging sem beið Jerúsalem – spádómur sem uppfylltist árið 70 e.Kr. – yrði tiltölulega smávægileg í samburði við táknin um komu hans á síðustu dögum. Það sem jafnvel virðist enn varanlegra en musterið í Jerúsalem, mun reynast stundlegt – sólin, tunglið, stjörnurnar, þjóðirnar og hafið. Jafnvel „kraftar himins [munu] bifast“ (Joseph Smith – Matteus 1:33). Ef við erum andlega meðvituð, þá geta þessar hörmungar kennt okkur að setja traust okkar á eitthvað sem sannlega er varanlegt. Jesús lofaði: „Himinn og jörð munu líða undir lok, [en] orð mín [munu] ekki undir lok líða. … Og hver, sem varðveitir orð mín, mun ekki láta blekkjast“ (Joseph Smith – Matteus 1:35, 37).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Hvað er Joseph Smith — Matteus?
Joseph Smith – Matteus, sem er í Hinni dýrmætu perlu, er Þýðing Josephs Smith á síðasta versinu í Matteus 23 og öllum Matteus 24. Hin innblásna endurskoðun Josephs Smith endurreisir dýrmætan sannleika sem hafði glatast. Vers 12–21 vísa í eyðileggingu hinnar fornu Jerúsalem; vers 21–55 geyma spádóma um síðustu daga.
Joseph Smith – Matteus 1:21–37; Markús 13:21–37; Lúkas 21:25–38
Spádómar um síðari komu frelsarans geta hjálpað mér að takast á við framtíðina með trú.
Það getur verið óþægilegt að lesa um atburðina í aðdraganda síðari komu Jesú Krists. Þegar Jesús spáði um þessa atburði, bauð hann lærisveinum sínum að „skelfast ekki“ (Joseph Smith – Matteus 1:23). Hvað getið þið gert til að „skelfast ekki“ er þið heyrið um jarðskjálfta, stríð, blekkingar og hungursneyð? Ígrundið þessa spurningu við lestur þessara versa. Merkið við eða skráið alla hughreystandi leiðsögn sem þið finnið.
Sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Síðari koma Jesú Krists,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.
Joseph Smith – Matteus 1:26–27, 38–55; Matteus 25:1–13; Lúkas 21:29–36
Ég verð ætíð að vera viðbúinn síðari komu frelsarans.
Guð hefur hvorki opinberað „daginn né stundina [er mannssonurinn kemur]“ (Matteus 25:13). Hann vill þó ekki að sá dagur komi „skyndilega yfir okkur“ (Lúkas 21:34), svo hann hefur sagt okkur hvernig við eigum að undirbúa okkur.
Þegar þið lesið þessi vers, tilgreinið þá dæmisögurnar og aðrar samlíkingar sem frelsarinn notaði til að kenna okkur að vera ætíð viðbúinn síðari komu hans. Hvað lærið þið af þeim? Hvað eruð þið hvött til að gera?
Þið gætuð líka íhugað hvernig frelsarinn vill að þið hjálpið við að búa heiminn undir síðari komu hans. Hvað finnst ykkur felast í því að vera viðbúinn að taka á móti frelsaranum þegar hann kemur? Boðskapur öldungs D. Todds Christofferson „Undirbúningur fyrir síðari komu Drottins“ (aðalráðstefna, apríl 2019) gæti hjálpað ykkur að ígrunda þetta.
Sjá einnig Russell M. Nelson, „Horfa til framtíðar í trú,“ aðalráðstefna, október 2020.
Himneskur faðir væntir þess að ég noti gjafir hans viturlega.
Í dæmisögu frelsarans merkir „talenta“ peninga. Dæmisagan um talenturnar getur hvatt okkur til að ígrunda hvernig við notum hverja okkar blessana, en ekki bara peninga? Eftir lestur þessarar dæmisögu, gætuð þið skráð einhverjar blessanir og ábyrgðarskyldur sem himneskur faðir hefur treyst ykkur fyrir. Hvers væntir hann að þið gerið við þessar blessanir? Hvernig getið þið notað þessar blessanir af meiri visku?
Þegar ég þjóna öðrum, er ég að þjóna Guði.
Ef þið veltið því fyrir ykkur hvernig Drottinn muni dæma líf ykkar, lesið þá dæmisöguna um sauðina og hafrana. Af hverju haldið þið að einn þáttur í því að „erfa Guðs ríki“ sé að annast hina þurfandi?
Hvernig svipar þessari dæmisögu til hinna tveggja í Matteus 25? Hvaða boðskapur er sameiginlegur þessum þremur dæmisögum?
Sjá einnig Mósía 2:17; 5:13.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Joseph Smith – Matteus.Til að hjálpa fjölskyldu ykkar að kanna þennan kapítula, biðjið hana þá að gæta að kenningum frelsarans um hvernig við getum búið okkur undir síðari komu hans (sjá t.d. vers 22–23, 29–30, 37, 46–48). Hvað getum við gert til að fylgja þessari leiðsögn? Fjölskylda ykkar gæti notið þess að syngja „Þegar hann kemur aftur“ (Barnasöngbókin, 46) og teiknað myndir af því hvernig þau ímynda sér að koma frelsarans verði.
-
Joseph Smith – Matteus 1:22, 37.Hver er merking þess að varðveita orð Guðs? Hvernig getum við það persónulega og sem fjölskylda? Hvernig mun það hjálpa okkur að forðast að láta blekkjast?
-
Matteus 25:1–13.Þið gætuð notað myndina af meyjunum tíu sem fylgir þessum lexíudrögum fyrir umræður Matteus 25:1–13. Hvað sjáum við á myndinni sem lýst er í þessum versum?
Þið gætuð klippt út dropalaga blað til tákns um olíu og falið dropana á heimili ykkar. Þið gætuð fest dropana við hluti eins og ritningarnar eða mynd af musterinu. Þegar fjölskyldumeðlimir finna dropana, gætuð þið rætt hvernig þessir hlutir hjálpa okkur að búa okkur undir síðari komuna.
-
Markús 12:38–44; Lúkas 21:1–4.Hvað kenna þessi vers um það hvaða augum frelsarinn lítur fórnir okkar? Sýnið fjölskyldu ykkar hvernig greiða á Drottni tíund og föstufórnir. Hvernig hjálpa þessar fórnir við uppbyggingu Guðs ríkis? Á hvaða annan hátt getum við boðið Drottni „allt sem [við eigum]“? (Markús 12:44).
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Þegar hann kemur aftur,“ Barnasöngbókin, 46.