„8.–14. maí. Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18: ‚Hvers er mér enn vant?‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„8.–14. maí. Mattheus 9-20; Markús 10; Lúkas 18,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
8.–14. maí
Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18
„Hvers er mér enn vant?“
Lesið og ígrundið Matteus 19–20; Markús 10; og Lúkas 18 og gætið að hughrifum sem þið hljótið. Skráið hjá ykkur þessi hughrif og ákveðið hvernig þið hyggist bregðast við þeim.
Skráið hughrif ykkar
Hvers spyrðuð þið frelsarann, ef þið ættuð kost á að spyrja hann spurningar? Þegar ákveðinn ríkur, ungur maður hitti frelsarann í fyrsta sinn, spurði hann: „Hvað gott á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“ (Matteus 19:16). Svar frelsarans sýndi bæði velþóknun fyrir hið góða sem þessi ungi maður hafði þegar gert og ástúðlega hvatningu um að gera meira. Þegar við íhugum möguleika eilífs lífs, gætum við líka velt fyrir okkur hvort það sé meira sem við ættum að vera að gera. Þegar við spyrjum á okkar hátt: „Hvers er mér enn vant?“ (Matteus 19:20), getur Drottinn veitt okkur svör sem eru alveg jafn persónuleg og svarið sem hann gaf ríka, unga manninum. Hvað sem Drottinn biður okkur að gera, þá verðum við alltaf að treysta honum meira en okkar eigin réttlæti (sjá Lúkas 18:9–14) og „[taka] við Guðs ríki eins og barn“ (Lúkas 18:17; sjá einnig 3. Nefí 9:22).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Matteus 19:3–9; Markús 10:2–12
Hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði.
Þessi samskipti frelsarans og faríseanna er eitt fárra skráðra tilvika þar sem frelsarinn kenndi sérstaklega um hjónabandið. Eftir að þið hafið lesið Matteus 19:3–9 og Markús 10:2–12, skráið þá nokkrar yfirlýsingar sem ykkur finnst draga saman hugsjón Drottins um hjónabandið. Lærið síðan eitthvað af því efni sem er í „Hjónaband“ (Leiðarvísir að ritningunum, KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp) og bætið fleiri yfirlýsingum við listann. Hvernig hefur þekkingin á sáluhjálparáætlun föðurins áhrif á hvað ykkur finnst og hugsið um hjónabandið?
Matteus 19:3–9; Markús 10:2–12
Kenndi Jesús að skilnaður væri aldrei ásættanlegur eða að fólk sem hefði skilið ætti ekki að giftast aftur?
Í ræðu um hjónaskilnað, kenndi Dallin H. Oaks forseti að himneskur faðir hafi áformað að hjónabandið yrði eilíft. Guð hefur þó skilning á því að stundum er skilnaður nauðsynlegur. Oaks forseti útskýrði að Drottinn „leyfir fráskildu fólki að giftast aftur [sé það án þeirrar siðferðislegu saurgunar sem um er getið í hinu æðra lögmáli]. Ef hin fráskildu hafa ekki drýgt alvarlega synd, geta þau orðið hæf musterismeðmæla og gilda þá sömu verðleikareglur og fyrir aðra meðlimi“ („Hjónaskilnaður,“ aðalráðstefna, apríl 2007).
Matteus 19:16–22; Markús 10:17–22; Lúkas 18:18–23
Ef ég bið Drottin, mun hann kenna mér það sem þarf að vita til að erfa eilíft líf.
Frásögnin um unga, ríka manninn getur sett okkur hljóð, jafnvel trúfasta og ævilanga lærisveina. Hvaða vísbendingar finnið þið um trúfesti og einlægni unga mannsins við lestur Markús 10:17–22? Hvað fannst Drottni um þennan unga mann?
Þessi frásögn gæti hvatt ykkur til að segja: „Hvers er mér enn vant?“ (Matteus 19:20). Hvernig hjálpar Drottinn okkur að bæta upp það sem okkur vantar? (sjá Eter 12:27). Hvað getum við gert til að búa okkur sjálf undir að taka á móti leiðréttingu og liðsinni hans, er við reynum að gera betur?
Sjá einnig Larry R. Lawrence, „Hvers er mér enn vant?,“ aðalráðstefna, október 2015; S. Mark Palmer, „Jesús horfði á hann með ástúð,” aðalráðstefna, apríl 2017.
Allir geta hlotið blessanir eilífs lífs, sama hvenær þeir meðtaka fagnaðarerindið.
Getið þið tengt upplifun einhverra verkmannanna í víngarðinum? Í hvaða lexíum finnið þið ykkur sjálf í þessum ritningarhluta? Boðskapur öldungs Jeffreys R. Holland „Verkamenn í víngarðinum“ (aðalráðstefna, apríl 2012) gæti hjálpað ykkur að sjá nýjar leiðir til að tileinka ykkur þessa dæmisögu. Hvaða fleiri hughrif hljótið þið frá andanum?
Ég ætti að setja traust mitt á miskunn Guðs, ekki eigið réttlæti.
Hvernig mynduð þið lýsa muninum á milli þessara tveggja bæna í dæmisögunni? Íhugið hvað þið gætuð gert til að verða meira eins og tollheimtumaðurinn og minna eins og faríseinn í þessari frásögn.
Sjá einnig Filippíbréfið 4:11–13; Alma 31:12–23; 32:12–16.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Markús 10:13–16; Lúkas 18:15–17.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að íhuga frásögn þessara versa, gætuð þið sungið saman söng sem tengist efninu, svo sem „Ég les um Jesú“ (Barnasöngbókin, 35). Hvernig gæti það hafa verið að vera meðal barnanna sem Jesús blessaði? Hver gæti merking þess verið að „[taka] við Guðs ríki eins og barn“? (Markús 10:15).
-
Markús 10:23–27.Hver er munurinn á því að eiga ríkidæmi og að setja traust sitt á ríkidæmi? (sjá Markús 10:23–24). Þegar þið lesið vers 27, gætuð þið viljað benda á þýðingu Josephs Smith: „Mönnum sem setja traust sitt á ríkidæmi, er það ómögulegt; en mönnum er það ekki ómögulegt sem setja traust sitt á Guð og segja skilið við allt mín vegna, því slíkum er allt þetta mögulegt“ (Þýðing Josephs Smith, Markús 10:26 [í Markús 10:27, neðanmálstilvísun a]). Hvernig sýnum við sem fjölskylda að við setjum traust okkar meira á Guð en veraldlega hluti?
-
Matteus 20:1–16.Til að útskýra regluna í Matteus 20:1–16, gætuð þið komið á einfaldri keppni, t.d. stuttu kapphlaupi. Eftir að allir hafa lokið keppninni, veitið þeim þá öllum sömu verðlaun og byrjið á þeim sem var síðastur og endið á þeim sem var fyrstur. Hvað kennir þetta okkur um það hver hlýtur blessanir eilífs lífs í áætlun himnesks föður?
-
Matteus 20:25–28; Markús 10:42–45.Hver er merking orðtaksins „sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar?“ (Matteus 20:27). Hvernig sýndi Jesús Kristur þessa reglu? Hvernig getum við fylgt fordæmi hans í fjölskyldu okkar, deild eða grein og hverfi okkar.
-
Lúkas 18:1–14.Hvað lærum við um bæn af dæmisögunum í þessum versum?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Börnin góðu, Guð er nærri,“ nótnasett á lausum blöðum.