35
Ég les um Jesú
Ástúðlega
1. Er les ég um Jesú, hans líf er mér hjá,
hve ljúft er að eiga þá stund.
Sem lambahjörð kallaði´ hann lítil börn á,
langað mig hefði´ að koma´ á hans fund.
2. Ó, hefði hann klappað á kollinn á mér
með kærleikans atlotin sín!
Hve ljúfur hann sagði á leið sinni hér:
„Leyfið börnum að koma til mín.“
Texti: Jemima Luke, 1813–1906
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson
Lag: Leah Ashton Lloyd, 1894–1965