75 Heyr þú mig, Guð Biðjandi 1. Heyr þú mig, Guð, er best til þín ég bið, beindu mér inn á dagsins verkasvið. Gef, að mín opnist augu, Drottinn minn, eflist mér trú að nema boðskap þinn. 2. Vildi ég hönd þín ljúfust leiddi mig, leiðsögn að hlýtt ég gæti’ um ævistig, viljastyrk beitt, já, óttann fælt oss frá, fundið á hverri stundu þig mér hjá. Texti: M. E. P. Íslensk þýðing: Bjarni Valtýr Guðjónsson Lag: C. Harold Lowden Kenning og sáttmálar 76:10 Kenning og sáttmálar 112:10