Lýs þú
Glaðlega
1Ég á mér fallegt, lítið ljós,
það ljós er bæn og trú.
En sjá! Það ljómar líkt og sól
af ljóssins himin brú.
Lýs þú, lýs þú,
ljóma bjart og tært.
Lýs þú, lýs þú,
ljósið mitt hreint og skært.
2Ei leyna má þér, ljósið mitt.
Það lausnarans er orð.
Ert lánað mér að lyfta hátt,
að lýsir vítt um jörð.
Lýs þú, lýs þú,
ljóma bjart og tært.
Lýs þú, lýs þú,
ljósið mitt hreint og skært.
Lag og texti: Joseph Ballantyne, 1868–1944
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson