1. Mér ritninguna´ er ljúft að lesa,
og læri hvert eitt sinn,
að andans nálægð finn
altaka huga minn
og vitna, að ritningin sé sönn.
[Chorus]
Rannsaka´ og biðja:
„Það er öll mín önn,“
og sannleikans andinn sýnir mér,
að ritningin er sönn.
2. Í bæn hugleiði´ eg heilagt orðið
hvern dag, sem lifa má,
og skilning öðlast þá
hans helgu boðum á,
að breyta eins og hann vill sjá.
[Chorus]
Rannsaka´ og biðja:
„Það er öll mín önn,“
og sannleikans andinn sýnir mér,
að ritningin er sönn.
Texti: Jaclyn Thomas Milne, f. 1949. © 1986 IRI
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson
Lag: Carol Baker Black, f. 1951. © 1986 IRI