Mig langar að líkjast Jesú
Með fúsleik
1Mig langar að líkjast Jesú
og feta í fótspor hans.
Sem hann vil ég einnig elska
í orðum og verkum manns.
Ég freistast þó stundum að ráða´ ekki rétt,
en ég reyni´ að heyra hljóðu rödd–ina´ er hvíslar:
„Elskum hver annan sem elskaði hann,
iðkandi vinsemd við hvern og einn mann,
og vinnum af alúð að velferð hvers manns
því þetta var kenningin hans.“
2Ég náungann ætla´ að elska
og vinunum veita lið.
Ég lít til þess dags, er Kristur
mun koma með himna frið.
Ég hugfesti háleita kenningu hans,
svo að heilagur andi í huga mér segi:
„Elskum hver annan sem elskaði hann,
iðkandi vinsemd við hvern og einn mann,
og vinnum af alúð að velferð hvers manns
því þetta var kenningin hans.“
Lag og texti: Janice Kapp Perry, f. 1938
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson
© 1984 Janice Kapp Perry. þennan söng má afrita til nota heima eða Í kirkju, en ekki Í hagnaðarskyni.