57 Vordag fagran Glaðlega 1. Vordag fagran frækorn smátt fast í jörðu svaf, unz blessuð sumarsólin kom og sína birtu gaf. Ó, vakna, frækorn, vakna nú af vetrarblundi þeim, því dagur ljómar, lyft þér upp í ljóssins bjarta geim. 2. Vordag fagran frelsarinn fullan sigur hlaut og tæmdi grafar dómsins djúp og dauðans hlekki braut. Ó, veröld sofin, vakna, vakna við þann sigurhreim, sem opnar öllum leið til lífs, lít upp í ljóssins geim. 3. Faðirinn og sonurinn saman birtust þar, sem Jósef kær í kyrrum lund á knjám til bænar var. Ó, vaknið, þjóðir, fagnið allar, frelsis boðskap þeim, er lýsir öllum lífsins veg til ljóss Guðs dýrðar heim. Texti: Virginia Maughan Kammeyer, f. 1925. © 1989 IRI Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson Lag: Crawford Gates, f. 1921. © 1989 IRI Alma 32:28 Kenning og sáttmálar 88:7 Matteusarguðspjall 28:5–6 Joseph Smith — Saga 1:17