78
Ég geng með þér
Hljóðlátt
Gangir þú ei sem fólk gerir flest,
fara munu’ ýmsir burt frá þér,
en ég geng með þér.
Talir þú ei sem fólk gerir flest,
þá gera ýmsir gys að þér,
ekki ég, ei ég.
Ég geng með þér. Ég geng með þér,
og tala’ og sýni með því, að ég elska þig.
Jesús engan yfirgaf,
hann öllum sína elsku gaf,
sem Kristur ég gef.
Jesús blessaði’ alla hér
og sagði: „Komið, fylgið mér.“
Það vil ég, vil ég,
ég vil, ég vil.
Ég geng með þér og tala’
og sýni með því, að ég elska þig.
Texti: Carol Lynn Pearson, f. 1939. © 1987 IRI
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson
Lag: Reid N. Nibley, f. 1923. © 1987 IRI