36 Segðu mér sögur um Jesú Blíðlega 1. Segðu mér sögur um Jesú, sögum ég ann, séu þær sagðar um hann, son Guðs og mann. Sögur af Jesú, segðu mér þær, sögur af Jesú, sem er mér kær. 2. Lát mig um lítil börn heyra, ljúfur þeim var. Í faðmi´ sér bar þau og bað þeim Guðs blessunar. Orð full af yndi, orð full af sól, ljós af hans ljósi lífsvon þeim ól. 3. Segðu mér síðan frá undri, seg mér frá því, hvernig hann hast–aði´ á öldur hjá Galelí. Seg, hvernig herrann hast–aði´ á vind, blessaði börnin, bar heimsins synd. Texti: W. H. Parker, f. 1912 Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka Lag: Frederic A. Challinor, 1866–1952 Matteusarguðspjall 4:23–24 Markúsarguðspjall 10:13–16 Lúkasarguðspjall 8:22–25