Tónlist
Þá Jósef fór til Betlehem


22

Þá Jósef fór til Betlehem

Íhugult

1. Er Jósef fór til Betlehem,

hann bjó vel um allt þá.

Hann verkstæði sitt hreinsaði

og vandlega gekk frá.

Svo dreif hann stöðugt áfram asnann,

sem María sat,

og setti´ í léreftspoka

geitaost og brauð og mat.

2. Þó ekki fengi´ hann gistingu,

var hann samt sáttagjarn,

en sáran kveið, að eiga´ að ala´ upp

þetta helga barn.

Í næturkulinu hann strauk

og reiddi reifabönd,

og Jesúbarnið fann,

hve hlý og styrk var Jósefs hönd.

3. Og rétt hjá jötunni hann deyfði

luktarljósið hljótt,

með Jesúbarnið sér í faðmi

þessa helgu nótt.

Texti: Bessie Saunders Spencer, 18981989. © IRI. Höfundarréttur endurnýjaður.

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Lag: Reed Payne, f. 1930. © 1977 IRI

Lúkasarguðspjall 2:1–7