1. Er Jósef fór til Betlehem,
hann bjó vel um allt þá.
Hann verkstæði sitt hreinsaði
og vandlega gekk frá.
Svo dreif hann stöðugt áfram asnann,
sem María sat,
og setti´ í léreftspoka
geitaost og brauð og mat.
2. Þó ekki fengi´ hann gistingu,
var hann samt sáttagjarn,
en sáran kveið, að eiga´ að ala´ upp
þetta helga barn.
Í næturkulinu hann strauk
og reiddi reifabönd,
og Jesúbarnið fann,
hve hlý og styrk var Jósefs hönd.
3. Og rétt hjá jötunni hann deyfði
luktarljósið hljótt,
með Jesúbarnið sér í faðmi
þessa helgu nótt.
Texti: Bessie Saunders Spencer, 18981989. © IRI. Höfundarréttur endurnýjaður.
Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson
Lag: Reed Payne, f. 1930. © 1977 IRI