Tónlist
Vöggulag á jólum


30

Vöggulag á jólum

Blíðlega

1. Ó, sof þú nú, barn mitt, og blunda hér rótt,

í Betlehem stjarnan hún tindrar um nótt,

því borinn var Jesús í jötunni þar,

hann, jafnoki konunga’, í fjárhúsi var.

[Chorus]

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt.

Sof, litla barnið, senn kemur nótt.

Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér.

Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.

2. Þá söguna englarnir sögðu um nótt,

já, sungu frá himninum fagurt og rótt.

og stjarnan, hún lýsti svo ljómandi skær,

hún lýsti þó alfegurst jötunni nær.

[Chorus]

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt.

Sof, litla barnið, senn kemur nótt.

Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér.

Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.

3. Og hirðarnir komu í húsið þar inn,

þeim höfðu englarnir flutt boðskapinn sinn.

Þar sáu þeir barnið, sem blundaði rótt,

já barnið, sem fæddist þar á jólanótt.

[Chorus]

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt.

Sof, litla barnið, senn kemur nótt.

Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér.

Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.

Eftir vali: Endurtekið grunnstef má syngja með versinu.
Sof nú, sof þú barn mitt rótt. o.s.frv.

Lag og texti: Joseph Ballantyne, 1868–1944

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Grunnstef: Patricia Haglund Nielsen, f. 1936. © 1989 IRI

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Lúkasarguðspjall 2:7–16

Matteusarguðspjall 2:1–2