Tónlist
Ég var oft á göngu


Ég var oft á göngu

Íhugult

1Ég var oft á göngu á grænsprottnu túni

og glitrandi sóleyjar týndi ég mér.

Hver einasta sóley var óður minn til þín,

ó, ástkæra móðir, sem hugljúfust er.

2Enn ber ég þér, móðir, þá ást mína´ og drauma,

það allt, sem ég þrái´ og í hjartanu býr.

Ég veit, að þú skilur von mína´ og gleði,

minn vegur er hjá þér, svo bjartur og hlýr.

Texti: Phyllis Luch, 1937–1995. © 1969 IRI

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: Jeanne P. Lawler, f. 1924. © 1969 IRI