1. Í hvert sinn, sem heyri´ eg fugla söng
og horfi´ upp í heiðloftin blá,
og finn, þegar rignir framan í mig
og vindurinn feykist fram hjá,
í hvert sinn, sem finn ég fagra rós
og ilmvið, sem angan ber,
þá fagna ég mínum fagra heim,
sem Guð faðir minn skóp handa mér.
2. Hann augu mér gaf, svo mætti ég sjá
hinn margbreytta fiðrilda lit,
og heyrn mér hann gaf, svo heyra ég má
hugum fangandi tónanna glit.
Mér lífið hann gaf, minn hug og sál,
ég, herra Guð, lofa þig
fyr´ sköpunarverkið, sem víst heyri´ eg til,
og ég veit, að Guð minn elskar mig.