1. Trú er vissan, að sólin rísi
sérhvern nýjan dag.
Trú er vissan, að Drottinn annist
allan bæna hag.
Trúin vex sem frækorn smátt
í frjóan jarð veg sett.
Trúin er aflgjafi innra manns,
sem ætíð breytir rétt.
2. Trú er vissan, ég var hjá Guði
fyrr en fæddist hér,
trúin, að ég fer heim til hans,
þá hérvist lokið er.
Trú er traust á góðan Guð
og ljúfan lausnarann.
Trúin styrkist, ef lifi ég
í ljúfri sátt við hann.