Tónlist
Heilagur andi


56

Heilagur andi

Látlaust

1. Er Jesús var á jörð,

hann hét að senda oss

sinn helga anda huggarann,

vort heilagt dýrðar hnoss.

Og helgi andinn hvíslar

hljótt sitt milda mál

um frelsarann og föðurinn,

og fögnuð veitir sál.

2. Er oss fær vissu veitt

hið vígða presta ráð,

er ljúfur andinn léður oss

og leiðir oss í náð.

Ó, mætti´ eg ávallt heyra

hina ljúfu raust

og bera gæfu´ að breyta rétt,

svo val mitt verði traust.

Texti: Jeanne P. Lawler, f. 1924; br. © 1977, 1989 IRI

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Lag: Jeanne P. Lawler, f. 1924. © 1977 IRI

Jóhannesarguðspjall 14:26