Tónlist
Öll jörðin finnst mér fögur


Öll jörðin finnst mér fögur

Fagnandi

1Öll jörðin finnst mér fögur,

fegurri´ en lýsa má,

blikandi tindar og blávötn,

bárur um víðan sjá.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng

minn söng um vorsins yl.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng,

í söng Guð lofa vil.

2Hvert blóm, sem við mér brosir,

mér birtir vorsins þrá,

en fegurð og ást Guðs finn ég best

foreldrum mínum hjá.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng

minn söng um vorsins yl.

Ég syng, ég syng, ég syng, ég syng,

í söng Guð lofa vil.

Texti: Anna Johnson, 1892–1979. © 1962 IRI

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: Alexander Schreiner, 1901–1987. © 1962 IRI

Sálmarnir 100:1–2