Tónlist
Geta börnin beðið rétt?


14

Geta börnin beðið rétt?

Þakksamlega

1. Geta börnin beðið rétt?

Blessun Guðs ei takmörk sett.

Ef þið viljið vanda vel,

verða mun það létt ég tel.

Elskið Drottin alla tíð

alltaf segið góð og blíð:

[Chorus]

Þökkum þér, faðir,

þökkum þér, faðir,

himneski faðir,

þökk sé þér.

2. Fyrir grænan gróður lands

gullinn himin, skýin hans,

fagra daga´ og svanasöng,

silfruð vötn og kvöldin löng.

Fyrir ýmis unnin störf,

öll sem voru góð og þörf.

[Chorus]

Þökkum þér, faðir,

þökkum þér, faðir,

himneski faðir,

þökk sé þér.

Texti: Mary M. Dodge, 1831–1905

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: W.K. Bassford, 1839–1902

Kenning og sáttmálar 59:7

1. Þessaloníkubréf 2:13

Sálmarnir 100:4