„7.–13. ágúst. Rómverjabréfið 1–6: ,Kraftur Guðs til sáluhjálpar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2023 (2022)
„7.–13. ágúst. Rómverjabréfið 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
7.–13. ágúst
Rómverjabréfið 1–6
„Kraftur Guðs til sáluhjálpar“
Skráning hughrifa hjálpar ykkur að muna eftir því sem andinn kennir ykkur. Íhugið líka að skrá tilfinningar ykkar varðandi slík hughrif.
Skráið hughrif ykkar
Þegar Páll skrifaði bréf sitt til meðlima hins rómverska safnaðar, sem var fjölbreyttur hópur Gyðinga og heiðingja, hafði kirkja Jesú Krists vaxið langt út fyrir lítinn hóp trúaðra frá Galíleu. Um það bil 20 árum eftir upprisu frelsarans, voru söfnuðir hinna kristnu nánast hvarvetna á þeim stöðum sem postularnir gátu með góðu móti ferðast til – þar á meðal í Róm, höfuðborg hins öfluga heimsveldis. Í samanburði við hið víðfeðma Rómaveldi, var kirkjan þó fámenn og sætti oft ofsóknum. Við slíkar aðstæður gætu sumir hafa „[fyrirorðið sig] fyrir fagnaðarerindið – en auðvitað ekki Páll. Hann vissi og bar vitni um að hinn sanna kraft, „[kraft] Guðs sem frelsar,“ væri að finna í fagnaðarerindi Jesú Krists (Rómverjabréfið 1:16).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Hvað eru bréfin og hvernig eru þau skipulögð?
Bréfin eru ritverk kirkjuleiðtoga til hinna heilögu á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Páll ritaði flest bréfanna í Nýja testamentinu – og er Rómverjabréfið fyrst og Hebreabréfið síðast. Bréfum hans er raðað eftir lengd, nema Hebreabréfinu (sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Bréf Páls postula“). Þótt Rómverjabréfið sé fyrsta bréfið í Nýja testamentinu, var það í raun ritað þegar dró að lokum trúboðsferða Páls.
„Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“
Eftirfarandi skilgreiningar gætu hjálpað ykkur að skilja Rómverjabréfið betur:
-
Lögmálið.Þegar Páll ritaði um „lögmálið“ var hann vísa til Móselögmálsins. Orðið „verk“ í ritum Páls vísa til ytri athafna sem tengdust Móselögmálinu. Íhugið hvernig Móselögmálið og verkin sem það krafðist eru ólík „lögmáli trúar“ sem greint er frá í Rómverjabréfinu 3:23–31.
-
Umskornir, óumskornir.Á fornum tíma var umskurn til tákns um sáttmálann sem Guð gerði við Abraham. Páll notaði hugtakið „umskornir“ til að vísa til Gyðinga (sáttmálslýðsins) og „óumskornir“ til að vísa til heiðingjanna eða þeirra sem voru af Þjóðunum. Íhugið hvað Rómverjabréfið 2:25–29 kennir um raunverulega merkingu þess að vera sáttmálslýður Guðs. Gætið að því að umskurn er ekki lengur tákn sáttmála Guðs við fólk hans (sjá Postulasagan 15:23–29).
-
Réttlæting, réttlæta, réttlætturÞessi hugtök vísa til fyrirgefningar eða aflausnar syndar. Þegar við erum réttlætt, er okkur fyrirgefið, við verðum lýst án sektar og leyst frá eilífri refsingu vegna eigin synda. Þegar þið sjáið þessi hugtök, gætið þá að því sem Páll kenndi að gerði réttlætingu mögulega (sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum „Réttlæting, réttlæta,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; D. Todd Christofferson, „Justification and Sanctification,“ Ensign, júní 2001, 18–25). Í Rómverjabréfinu er hægt að líta á orð eins og „réttlátur“ og „réttlæti“ sem samheiti fyrir orð eins og „réttvís“ og „réttvísi.“
-
Náð.Náð er „guðleg hjálp eða styrkur [sem] fæst vegna [mikillar] miskunnar og kærleiks [Jesú Krists].“ Fyrir náð munu allir menn rísa upp og hljóta ódauðleika. Auk þess er „náð … guðlegur styrkur sem gerir körlum og konum kleift að ná eilífu lífi og upphafningu, eftir að hafa gert sitt allra besta.“ Við ávinnum okkur ekki náð með verkum; náð er fremur það sem sér okkur fyrir „styrk og liðsinni til góðverka, sem að öðrum kosti [við] gætum ekki gert“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Náð“; sjá einnig 2. Nefí 25:23; Dieter F. Uchtdorf, „Náðargjöfin,“ aðalráðstefna, apríl 2015; Brad Wilcox, „His Grace Is Sufficient,“ Liahona, sept. 2013, 43–45). Þegar þið lesið Rómverjabréfið, skráið þá það sem þið lærið um náð frelsarans.
Verk mín ættu að endurspegla og auka trúarlegan viðsnúning minn.
Sumir hinna kristnu Gyðinga í Róm virtust augljóslega trúa að sáluhjálp fælist í siðareglum Móselögmálsins. Þetta gæti virst vandamál sem á ekki við núna, þar sem við lifum ekki lengur eftir Móselögmálinu. Þegar þið hins vegar lesið ritverk Páls, einkum í Rómverjabréfinu 2:17–29, íhugið þá viðleitni ykkar til að lifa eftir fagnaðarerindinu. Styrkist og eykst trú ykkar á Krist fyrir tilverknað ykkar ytri trúarathafna, til að mynda af því að meðtaka sakramentið eða fara í musterið? (sjá Alma 25:15–16). Þurfið þið að gera einhverjar breytingar til að ytri athafnir leiði til breytingar hjartans?
Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Vandinn að verða,“ aðalráðstefna, október 2000.
Ég get hlotið fyrirgefningu synda minna fyrir tilverknað Jesú Krists.
Sumir gætu misst móðinn yfir þessari beinskeyttu yfirlýsingu Páls: „Enginn er réttlátur, ekki einn“ (Rómverjabréfið 3:10). Það er þó líka boðskapur vonar í Rómverjabréfinu. Gætið að honum í kapítulum 3 og 5 og íhugið af hverju mikilvægt er að hafa í huga að „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rómverjabréfið 3:23), til að læra að „[fagna] í voninni“ fyrir tilstilli Jesús Krists (Rómverjabréfið 5:2).
Jesús Kristur býður mér að „lifa nýju lífi.“
Páll sagði að fagnaðarerindi Jesú Krists ætti að breyta lífsmáta okkar. Hvaða orð í Rómverjabréfinu 6 lýsa því hvernig það hefur hjálpað ykkur að „lifa nýju lífi“ að fylgja frelsaranum? (vers 4).
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Rómverjabréfið 1:16–17.Hvernig getum við sýnt að við „[fyrirverðum okkur ekki fyrir fagnaðarerindi Krists]“?
-
Rómverjabréfið 3:23–28.Þegar þið lesið þessi vers, gætuð þið rætt muninn á milli þess að „verðskulda“ náð Guðs, sem við getum aldrei gert, og að hljóta hana, sem við verðum að gera. Hvenær höfum við fundið náð Guðs? Hvernig getum við hlotið hana í ríkari mæli?
-
Rómverjabréfið 5:3–5.Hvaða þrengingar höfum við upplifað? Hvernig hafa þær þrengingar hjálpað okkur að hljóta þolinmæði, reynslu og von?
-
Rómverjabréfið 6:3–6.Hvað sagði Páll í þessum versum um táknrænt gildi skírnar? Ef til vill gæti fjölskylda ykkar ráðgert að fara á væntanlega skírnarathöfn. Einhver í fjölskyldu ykkar gæti líka í þess stað sýnt myndir eða sagt frá minningum frá eigin skírn. Hvernig getur það hjálpað okkur að „lifa nýju lífi“ að gera og halda skírnarsáttmála?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Þegar ég skírist,“ Barnasöngbókin, 53.