„31. júlí–6. ágúst. Postulasagan 22–28: ‚[Þjónn og vitni],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„31. júlí–6. ágúst. postulasagan 22–28,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
31. júlí–6. ágúst
Postulasagan 22–28
„[Þjónn og vitni]“
Hughrif frá heilögum anda eru oft hljóð og stundum hverful. Að skrá hughrif ykkar, gerir ykkur mögulegt að ígrunda þau frekar. Þegar þið lesið Postulasöguna 22–28, skráið þá þær hugsanir ykkar og tilfinningar sem þið upplifið og gefið ykkur tíma til að hugleiða þær.
Skráið hughrif ykkar
Thomas S. Monson forseti lofaði: „Þegar við erum í erindagjörðum Drottins, eigum við rétt á hjálp Drottins“ („Að læra, að gera, að vera,“ aðalráðstefna, október 2008). Við eigum þó ekki rétt á hnökralausu lífi og endalausri velgengni. Við þurfum ekki að fara lengra en til Páls postula, til þess að fá staðfestingu á því. Erindagjörð hans fyrir frelsarann var að „bera nafn [hans] fram fyrir heiðingja, konunga og börn Ísraels“ (Postulasagan 9:15). Í kapítulum 22–28 í Postulasögunni lesum við um Pál framfylgja erindi sínu og takast á við mikið mótlæti – hlekki, fangelsi, líkamlega misþyrmingu, skipbrot og jafnvel snákaárás. Við lesum líka um það að Jesús „kom … til hans og sagði: „Vertu hughraustur!“ (Postulasagan 23:11). Reynsla Páls er innblásin áminning um að kalli Drottins til að „boða fagnaðarerindi [hans] með gleðiröddu“ fylgir þetta loforð: „Lyftið hjörtum yðar og gleðjist, því að ég er mitt á meðal yðar“ (Kenning og sáttmálar 29:4–5; sjá einnig Matteus 28:19–20).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Lærisveinar Jesú Krists gefa vitnisburði sína af hugdirfsku.
Þegar Páll gaf hina máttugu vitnisburði sem skráðir eru í Postulasögunni 22 og 26, höfðu rómverskir hermenn varpað honum í fangelsi. Fólkið sem hann talaði til hafði vald til að dæma hann til dauða. Hann kaus þó hugdjarfur að bera vitni um Jesú Krist og „[hina] himnesku vitrun (Postulasagan 26:19) sem hann hafði hlotið. Hvað hrífur ykkur varðandi orð hans? Íhugið tækifærin sem ykkur gefast til að miðla vitnisburði ykkar. Vita til að mynda vinir ykkar hvað ykkur finnst um Jesú Krist? Hvenær sögðuð þið fjölskyldu ykkar síðast frá því hvernig þið hlutuð vitnisburð ykkar um fagnaðarerindið?
Þegar hinn ungi Joseph Smith var hæddur fyrir að segja frá Fyrstu sýn sinni, var hann innblásinn af því hvernig Páll bar vitni um sýn sína (sjá Joseph Smith – Saga 1:24–25). Hvernig mynduð þið draga saman það sem Joseph Smith lærði af Páli? Hvað lærið þið af þessum tveimur vitnum Jesú Krists?
Sjá einnig Neil L. Andersen, „Við tölum um Krist,“ aðalráðstefna, október 2020.
Postulasagan 23:10–11; 27:13–25, 40–44
Drottinn mun styðja þá sem reyna að þjóna honum.
Eins og þjónusta Páls sýnir glögglega, þá eru erfiðleikar í lífi okkar ekki til tákns um vanþóknun Guðs á okkur eða því verki sem við vinnum að. Í raun finnum við stundum mest fyrir stuðningi hans mitt í erfiðleikunum. Það kann að vera áhugavert að rifja upp það sem þið hafið lesið nýlega um þjónustu Páls og skrá eitthvað af því sem hann tókst á við (sjá t.d. Postulasagan 14:19–20; 16:19–27; 21:31–34; 23:10–11; 27:13–25, 40–44). Hvernig veitti Drottinn honum stuðning? Hvernig hefur hann veitt ykkur stuðning?
Postulasagan 24:24–27; 26:1–3, 24–29; 27
Það felst öryggi og friður í því að hlíta orðum þjóna Guðs.
Alla sína þjónustutíð, bar Páll máttugan vitnisburð um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Margir meðtóku vitnisburð hans, en ekki allir. Þegar þið lesið Postulasöguna 24:24–27 og Postulasöguna 26:1–3, 24–29, gætið þá að orðum og orðtökum sem lýsa hvernig rómverskir valdhafar í Júdeu brugðust við kenningum Páls:
-
Felix
-
Festus
-
Agrippa konungur
Þegar Páll sigldi til Rómar til að verða yfirheyrður af Sesari, spáði hann að „[hrakningar og mikið tjón]“ myndu koma yfir skipið og farþega þess (Postulasagan 27:10). Lesið kapítula 27 til að komast að því hvernig skipsfélagar Páls brugðust við aðvörunum hans. Lærið þið einhverja lexíu fyrir ykkur sjálf af reynslu þeirra?
Hafið þið einhvern tíma brugðist við eins og þessir menn þegar þið heyrðuð kenningar kirkjuleiðtoga? Hverjar eru sumar mögulegar afleiðingar þess að bregðast þannig við? Hvað lærið þið af þessum frásögnum um að hlíta leiðsögn Drottins með þjónum hans?
Sjá einnig 2. Nefí 33:1–2; D. Todd Christofferson, „Aðvörunarrödd,“ aðalráðstefna, apríl 2017; „Follow the Living Prophet,“ Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson (2014), 147–55.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Postulasagan 24:16.Áður en Páll snérist til trúar, hafði hann lengi misboðið Guði. Þar sem hann var fús til að iðrast, gat hann sagt: „Því tem ég mér og sjálfur að hafa jafnan hreina samvisku fyrir Guði og mönnum“ (sjá einnig Kenning og sáttmála 135:4–5). Hvernig getum við haft hreina samvisku gagnvart Guði og öðrum?
-
Postulasagan 26:16–18.Hvað kallaði Drottinn Pál til að gera, samkvæmt þessum versum? Hvaða tækifæri gefast okkur til að gera álíka hluti?
-
Postulasagan 28:1–9.Er einhver í fjölskyldu ykkar sem hrífst af snákum? Þið gætuð viljað biðja þann einstakling eða annan í fjölskyldunni að segja frásagnirnar í Postulasögunni 28:1–9. Börnin ykkar gætu notið þess að teikna mynd af þessum frásögnum eða leika þær. Hvað lexíur getum við lært af þessum frásögnum? Ein gæti verið sú að Drottinn uppfyllir þau loforð sem hann gefur þjónum sínum. Þið gætuð t.d. gert samanburð á loforðunum í Markús 16:18 og uppfyllingu þeirra í upplifunum Páls. Þið gætuð líka fundið í nýlegum aðalráðstefnuræðum loforð sem gefið er af einum þjóna Drottins – ef til vill gæti eitt þeirra verið mikilvægt fjölskyldu ykkar – og sýnt það á heimili ykkar. Hvernig getum við sýnt trú á að þetta loforð muni uppfyllast?
-
Postulasagan 28:22–24.Líkt og gert var við kirkjuna á tíma Páls (kölluð „flokkur“ í versi 22), þá er kirkjunni á okkar tíma oft „mótmælt.“ Hvernig brást Páll við þegar fólk talaði gegn frelsaranum og kirkju hans? Hvað getum við lært af reynslu Páls?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Ég veit minn lifir lausnarinn,“ Sálmar, nr. 36.