Nýja testamentið 2023
24.–30. júlí. Postulasagan 16–21: „Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið“


„24.–30. júlí. Postulasagan 16–21: „Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„24.–30. júlí. Postulasagan 16–21,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Páll kennir á hæð

24.–30. júlí

Postulasagan 16–21

„Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið“

Þegar þið lesið um tilraunir Páls til að boða fagnaðarerindið, gæti andinn vakið ykkur hugsanir eða tilfinningar. Skráið þessi hughrif og gerið áætlun um að bregðast við þeim.

Skráið hughrif ykkar

Meðal síðustu orða Drottins til postula sinna var boðið: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ (Matteus 28:19–20). Þótt postulunum hafi ekki tekist að fara til allra þjóða, þá sýnir Postulasagan 16–21 að Páll og félagar hans hafi náð merkum árangri í því að koma kirkjunni á fót. Þeir kenndu, skírðu og veittu gjöf heilags anda. Þeir gerðu kraftaverk, reistu jafnvel mann upp frá dauðum og sögðu fyrir um fráhvarfið mikla (Postulasagan 20:7–12, 28–31). Verkið sem þeir hófu heldur áfram með lifandi postulum á okkar tíma, ásamt trúföstum lærisveinum, eins og ykkur, sem leggja sitt af mörkum við að framfylgja þessu boði frelsarans, á þann hátt sem Páll hefði aldrei getað ímyndað sér. Ef til vill vitið þið af fólki sem ekki þekkir himneskan föður eða fagnaðarerindi hans. Ef til vill hafið þið fundið andann hvetja ykkur til að miðla því sem þið vitið um hann (sjá Postulasagan 17:16). Ef þið fylgið fordæmi Páls um auðmýkt og hugdirfsku við að miðla fagnaðarerindinu, gætuð þið fundið einhverja sem „[opna hjarta sitt]“ (sjá Postulasagan 16:14).

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Postulasagan 16–21

Andinn mun leiða mig í viðleitni minni til að miðla fagnaðarerindinu.

Spámaðurinn Joseph Smith sagði: „Enginn maður getur prédikað fagnaðarerindið án heilags anda“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 331). Þegar þið lesið Postulasöguna 16–21, íhugið þá af hverju þessi orð spámannsins eru sönn. Gætið að tilvikum þar sem andinn hjálpaði Páli og félögum hans. Hvaða blessanir hlutust vegna þess að þeir fylgdu andanum? Hvenær hafið þið fundið hvatningu andans í viðleitni ykkar til að miðla fagnaðarerindinu?

Postulasagan 16–21

Ég get boðað fagnaðarerindið við allar aðstæður.

Að vera varpað í fangelsi fyrir að boða fagnaðarerindið, gætið virst vera næg ástæða til að láta af því. Hvað Pál og Sílas varðaði, þá leiddi það til tækifæris til að snúa fangaverði til trúar (sjá Postulasagan 16:16–34). Gætið að fleiri dæmum í Postulasögunni 16–21 um fúsleika Páls til að miðla öllum vitnisburði sínum. Af hverju haldið þið að hann hafi verið svona hugdjarfur og óttalaus? Hvað lærið þið af fordæmi Páls?

Það eru mörg fleiri boð um að miðla fagnaðarerindinu í Postulasögunni 16–21. Þegar þið lærið þessa kapítula, gætið þá að einhverjum sem eiga sérstaklega við um ykkur.

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Trúboðsstarf: Að gefa af hjartans lyst,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

haldið á barni

Hvert okkar er barn Guðs.

Postulasagan 17:16–34

„Við erum Guðs ættar.“

Í Aþenu fann Páll fólk með ólíkar skoðanir og trúarhugsjónir. Það sóttist stöðugt eftir að „heyra einhver nýmæli“ og það sem Páll hafði að segja var því vissulega nýstárlegt (sjá Postulasagan 17:19–21). Það tilbað marga guði og þar á meðal einn sem það kallaði „[ókunnan guð]“ (Postulasagan 17:23), en það trúði að guðir væru kraftar eða öfl, ekki lifandi, persónugerðar verur og vissulega ekki faðir okkar. Íhugið það sem Páll sagði til að hjálpa því að þekkja Guð? Hver finnst ykkur vera merking þess að vera „Guðs ættar“? (Postulasagan 17:29). Hver er munurinn á því að vera barn Guðs og að vera aðeins hluti af sköpun hans, að ykkar mati? Hvernig hefur skilningur á þessum sannleika áhrif á það hvernig þið sjáið ykkur sjálf og aðra?

Hvað hefðuð þið sagt hinum fornu Grikkjum um himneskan föður, ef þið hefðuð staðið við hlið Páls er hann var að bera vitni? Vitið þið um einhverja sem gætu haft gagn af því að hlýða á vitnisburð ykkar?

Sjá einnig Rómverjabréfið 8:16; 1. Jóhannesarbréf 5:2; „We Are the Offspring of God [Við erum Guðs ættar]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Postulasagan 16–21.Til að auka skilning fjölskyldu ykkar á Postulasögunni 16–21, þá gætuð þið skoðað kortið aftast í þessum lexíudrögum og leitað borganna í þessum kapítulum þar sem Páll boðaði fagnaðarerindið. Hvaða verkfæri höfum við í dag til að hjálpa okkur að færa öllum þjóðum fagnaðarerindið?

Til að hvetja fjölskyldu ykkar til að miðla fagnaðarerindinu, þá gætuð þið sýnt eitt eða fleiri myndbandanna í hlutanum „Sharing the Gospel [Miðla fagnaðarerindinu]” í Gospel Library.

Postulasagan 17:10–12; 18:24–28.Hvernig getum við verið líkari hinum heilögu í þessum versum? Hver gæti verið merking þess að „[taka] við orðinu með mesta áhuga“? (Postulasagan 17:11). Hvað getum við gert til að verða „fær í ritningunum“? (Postulasagan 18:24).

Postulasagan 19:1–7.Þessi vers geta hjálpað fjölskyldu ykkar að ræða mikilvægi þess að láta skírast og staðfestast. Til að skilja betur sannleikann í Postulasögunni 19:1–7, þá gætuð þið rætt um eitthvað sem er gagnslaust án einhvers annars, t.d. sími án rafhlöðu. Þið gætuð líka miðlað þessari kenningu spámannsins Josephs Smith: „Skírn með vatni er aðeins annar hluti skírnar og er einskis virði án hins hlutans – sem er skírn með heilögum anda“ (Kenningar: Josephs Smith95). Af hverju er skírn „einskis virði“ án þess að hljóta gjöf heilags anda? (sjá 3. Nefí 27:19–20; HDP Móse 6:59–61).

Postulasagan 19:18–20.Þegar þið lesið Postulasöguna 19:18–20, gætið þá að virði þeirra eigna sem fólkið var fúst til að láta frá sér til að fá meðtekið fagnaðarerindið (sjá vers 19). Eru einhverjar veraldlegar eigur eða athafnir sem þið þurfið að láta frá ykkur til að hljóta himneskar blessanir?

Postulasagan 20:32–35.Hvenær hefur fjölskylda ykkar upplifað þá kenningu Krists að „sælla er að gefa en þiggja“? (Postulasagan 20:35). Er einhver sem gæti haft gagn af þjónustu, tíma eða gjöfum sem fjölskylda ykkar gæti gefið? Ræðið einhverjar hugmyndir sem fjölskylda og ráðgerið að þjóna einhverjum. Hvernig líður ykkur þegar þið þjónið öðrum? Af hverju er blessunarríkara að gefa en að þiggja?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Guðs barnið eitt ég er,“ Barnasöngbókin, 2.

Bæta persónulegt nám

Skráið hughrif ykkar. „Þegar þið skráið andleg hughrif, sýnið þið Drottni að þið virðið leiðbeiningar hans og hann mun blessa ykkur með enn frekari opinberunum“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]12; sjá einnig bls. 30).

kort af trúboðsferðum Páls

Trúboðsferðir Páls postula.