„13.–19. nóvember. Jakobsbréfið: ‚Verðið gerendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„13.–19. nóvember. Jakobsbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
13.–19. nóvember
Jakobsbréfið
„Verðið gerendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess“
Þegar þið lesið Jakobsbréfið, gætið þá að orðtökum sem vekja sérstakan áhuga ykkar. Hvernig eruð þið hvött til að vera „gerendur“ þessara orða? (Jakobsbréfið 1:22).
Skráið hughrif ykkar
Stundum getur aðeins eitt ritningarvers breytt heiminum. Jakobsbréfið 1:5 virðist vera einföld leiðsögn – ef einhvern skortir visku þá biðjið hann Guð. Þegar hinn 14 ára gamli Joseph Smith las þetta vers, „virtist [það] þrengja sér inn í hjarta [hans] og tilfinningar af miklu afli“ (Joseph Smith – Saga 1:12). Hvattur af þessari áminningu Jakobs, leitaði Joseph sér visku frá Guði í bæn. Guð gaf vissulega örlátlega, því hann veitti Joseph eina dásamlegustu guðlegu sýn í sögu mannkyns – Fyrstu sýnina. Þessi sýn breytti lífi Josephs og leiddi til endurreisnar kirkju Jesú Krists á jörðu. Við erum öll blessuð á þessum tíma vegna þess að Joseph Smith las og brást við Jakobsbréfi 1:5.
Hvað uppgötvið þið í námi ykkar á Jakobsbréfinu? Ef til vill mun eitt vers eða tvö breyta ykkur eða einhverjum sem þið þekkið. Þið gætuð fundið leiðsögn er þið reynið að framfylgja ykkar lífsins hlutverki. Þið gætuð fundið hvatningu um að vera vingjarnlegri í máli eða þolinmóðari. Þið gætuð fundið hvatningu um að sýna betur trú ykkar með verkum. Hver sem hvatningin verður, látið þá þessi orð „þrengja sér inn í hjarta [ykkar] og tilfinningar.“ Þegar þið síðan „takið … á móti hinu gróðursetta orði,“ sem Jakob ritaði, verið þá gerendur orðsins, enn ekki aðeins heyrendur þess (sjá Jakobsbréfið 1:21–22).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Hver var Jakob?
Almennt er talið að höfundur Jakobsbréfsins hafi verið sonur Maríu, móður Jesú Krists og því hálfbróðir frelsarans. Um Jakob er getið í Matteusi 13:55; Markúsi 6:3; Postulasögunni 12:17; 15:13; 21:18; og Galatabréfinu 1:19; 2:9. Þessi ritningarvers virðast gefa í skyn að Jakob hafi verið kirkjuleiðtogi í Jerúsalem og verið kallaður sem postuli (sjá Galatabréfið 1:19).
Þolgæði leiðir til fullkomnunar.
Hver mynduð þið segja að væri megin boðskapur Jakobs um þolinmæði, eftir lestur Jakobsbréfs 1:2–4; 5:7–11? Það gæti verið gagnlegt að íhuga það sem fjölskylda öldungs Jeremys R. Jaggi lærði í þessum versum um þolinmæði (sjá „Þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki og álítið það eintómt gleðiefni!,“ aðalráðstefna, október 2020). Hvert er „fullkomið verk“ þolgæðis? (Jakobsbréfið 1:4). Hvernig getið þið sýnt Drottni að þið eruð fús til að vera þolinmóð?
Jakobsbréfið 1:3–8, 21–25; 2:14–26; 4:17
Trú krefst verka.
Hvernig vitið þið hvort þið trúið á Jesú Krist? Hvernig sýna verk ykkar að þið trúið á Guð? Hugleiðið þessar spurningar er þið lærið kenningar Jakobs um trú. Það gæti líka verið áhugavert að lesa um Abraham og Rahab, tvö dæmi sem Jakob greinir frá (sjá 1. Mósebók 22:1–12; Jósúabók 2). Hvernig sýndu þeir að þeir trúðu á Guð?
Lestur Jakobsbréfs 1:3–8, 21–25; 2:14–26; 4:17 gæti hjálpað ykkur að íhuga hvernig þið gætuð verið betri gerendur orðsins. Skráið öll hughrif sem berast og ráðgerið að breyta samkvæmt þeim.
Sjá einnig Alma 34:27–29; 3. Nefí 27:21.
Orðin sem ég mæli búa yfir krafti til að særa eða blessa aðra.
Meðal hins ríkulega myndmáls sem Jakob notaði í bréfi sínu, er sumt það líflegasta að finna í leiðsögn hans um málfar. Íhugið að skrá allt það sem Jakob segir um tunguna eða munninn. Hvað gefur hver samlíking eða myndauðgi í skyn um orðin sem við mælum? Hugsið um eitthvað sem þið getið gert til að blessa aðra með orðum ykkar (sjá Kenning og sáttmálar 108:7).
Ég ætti að elska alla menn sem lærisveinn Jesú Krists, hverjar sem aðstæður þeirra eru.
Jakob varaði hina heilögu sérstaklega við því að lofa ekki auðmenn og fyrirlíta fátæka, en aðvörun hans getur átt við um alla hlutdrægni eða fordóma sem við höfum gagnvart öðrum. Þegar þið lærið Jakobsbréfið 2:1–9 af kostgæfni, hlustið þá á hjarta ykkar eftir hvatningu heilags anda. Það gæti verið gagnlegt að umorða orðtök í þessum versum, t.d. „fátækur maður í óhreinum fötum“ (vers 2), með orðum eða orðtökum sem lýsa einhverjum sem þið gætuð freistast til að dæma af ósanngirni. Finnst ykkur þið þurfa að gera einhverjar breytingar á því hvernig þið komið fram eða hugsið um aðra?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Jakobsbréfið 1:5.Eftir lestur Jakobsbréfs 1:5, gæti fjölskylda ykkar gert samantekt á frásögninni um Fyrstu sýnina (sjá Joseph Smith – Saga 1:8–20) eða horft á myndbandið „Ask of God: Joseph Smith’s First Vision [Biðja Guð: Fyrsta sýn Josefs Smith]“ (ChurchofJesusChrist.org). Bjóðið fjölskyldumeðlimum að gefa vitnisburði sína um spámanninn Joseph Smith og segja frá upplifunum þar sem himneskur faðir hefur svarað bænum þeirra.
6:37 -
Jakobsbréfið 1:26–27.Íhugið að horfa á myndbandið „True Christianity [Sannur kristindómur]“ (ChurchofJesusChrist.org). Lesið síðan skilgreiningu Jakobs á „flekklausri guðrækni“ í Jakobsbréfinu 1:26–27 og ræðið hvernig fjölskylda ykkar getur iðkað trú af aukinni kostgæfni.
-
Jakobsbréfið 3.Í Jakobsbréfinu 3 er ríkulegt myndmál sem gæti hvatt til minnisstæðrar sýnikennslu til að fjölskylda ykkar hafi hugfast að nota alltaf ljúft málfar. Þið gætuð t.d. sett upp bálköst saman og rætt hvernig einstök, óvinsamleg orð geta valdið miklum vanda (sjá vers 5–6). Þið gætuð líka þess í stað borið fram eitthvað súrt í einhverju sem yfirleitt er notað fyrir sætmeti – svo sem sítrónu í hunangskrukku. Þetta gæti leitt til umræðu um að nota ljúf og uppörvandi orð (sjá vers 9–14).
-
Jakobsbréfið 4:5–8.Af hverju ættum við að „nálgast Guð“ (sjá Jakobsbréfið 4:8) þegar við tökumst á við freistingu?
-
Jakobsbréfið 5:14–16.Dallin H. Oaks forseti kenndi að „foreldrar [ættu] að hvetja til fleiri prestdæmisblessana í fjölskyldu sinni“ („Máttur prestdæmisins,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Að lesa Jakobsbréfið 5:14–16 og miðla upplifunum um prestdæmisblessanir, gæti ef til vill hvatt fjölskyldumeðlimi til að biðja um blessun þegar þeir eru sjúkir eða þurfa andlegan styrk.
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Hef ég drýgt nokkra dáð?,“ Sálmar, nr. 91.