„18.–24. desember. Jól: ‚Ég boða yður mikinn fögnuð,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)
„18.–24. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023
18.–24. desember
Jól
„Ég boða yður mikinn fögnuð“
Íhugið hvernig það getur fært okkur anda friðar og heilagleika á jólum að ígrunda fæðingu og hlutverk frelsarans.
Skráið hughrif ykkar
Af hverju vekur fæðing barns svo mikla gleði? Ef til vill vegna þess að barn getur verið táknrænt um von. Það er eitthvað við nýtt líf fullt af möguleikum sem fær okkur til að íhuga hvað lífið gæti geymt í skauti sér fyrir hið nýfædda barn og hverju það gæti fengið áorkað. Aldrei hefur það átt betur við en um fæðingu sonar Guðs, Jesú Krists. Aldrei hefur skærari von verið bundin við annað barn og aldrei hefur annað barn fæðst með svo mikil fyrirheit.
Þegar engill bauð hirðunum að fara til nýfædds barns í jötu, færði hann þeim líka boðskap um barnið. Það var boðskapur vonar – um að barnið hefði komið til jarðar til að uppfylla heilagt ætlunarverk. Hirðarnir „skýrðu … frá því er þeim hafði verið sagt … og allir sem heyrðu undruðust það er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það“ (Lúkas 2:17–19). Ef til vill væri gott að fylgja fordæmi Maríu á þessum jólum – að hugleiða í hjarta sér það sem þið hafið lært um frelsarann á þessu ári. Hvernig uppfyllti hann hlutverk sitt um endurlausn í frásögnunum sem þið hafið lesið? Hvernig hefur þjónusta hans breytt lífi ykkar? Þið gætuð síðan fundið hvatningu til að fylgja fordæmi hirðanna: Hvernig munið þið „skýra frá því“ sem Jesús Kristur hefur gert fyrir ykkur?
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Matteus 1:18–25; 2:1–12; Lúkas 1:26–38; 2:1–20
Jesús Kristur laut svo lágt að fæðast á meðal okkar á jörðu.
Þótt þið hafið oft lesið eða heyrt söguna um fæðingu Jesú Krists, lærið hana þá í þetta sinn með þetta í huga: Jólin eru ekki aðeins haldin hátíðleg vegna þess hvernig Jesús kom í heiminn, heldur líka vegna þess hver hann er – frelsari okkar og Drottinn Jesús Kristur – og hvers vegna hann kom“ (Craig C. Christensen, „Fylling jólasögunnar“ [jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins, 4. des. 2016], broadcasts.ChurchofJesusChrist.org).
Hvað vitið þið um hver Jesús Kristur var áður en hann fæddist? (sjá t.d. Jóhannes 17:5; Mósía 3:5; Kenning og sáttmálar 76:13–14, 20–24; HDP Móse 4:2). Hvaða áhrif hefur þessi vitneskja á ykkur þegar þið lesið um fæðingu hans?
Hvað vitið þið um ástæðu þess að Jesús Kristur kom til jarðar? (sjá t.d. Lúkas 4:16–21; Jóhannes 3:16–17; 3. Nefí 27:13–16; Kenning og sáttmálar 20:20–28). Hvaða áhrif hefur þessi vitneskja á tilfinningar ykkar til frelsarans? Hvað áhrif hefur hún á lífsmáta ykkar?
Sjá einnig 2. Korintubréf 8:9; Hebreabréfið 2:7–18; 1. Nefí 11:13–33; Alma 7:10–13; „The Nativity [Jólasagan]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.
1. Korintubréf 15:21–26; Kólossubréfið 1:12–22; 1. Pétursbréf 2:21–25
Jesús Kristur uppfyllti ætlunverk sitt og gerði mér mögulegt að erfa eilíft líf.
Þótt sagan um fæðingu Krists hafi verið fyllt undursamlegum atburðum, hefði fæðing hans verið sem hver önnur fæðing, væri það ekki fyrir hið undursamlega verk sem hann síðar fékk áorkað í lífi sínu. Líkt og Gordon B. Hinckley orðaði það: „Barnið Jesús hefði verið eins og hvert annað barn, án hins endurleysandi Krists í Getsemane og á Golgata og staðreyndar hinnar sigrihrósandi upprisu“ („The Wondrous and True Story of Christmas,“ Ensign, des. 2000, 5).
Sannleikur um guðlegt hlutverk frelsarans og máttuga elsku hans er víða í Nýja testamentinu. Hvaða ritningarvers eða frásagnir koma í huga ykkar? Þið gætuð horft um öxl í þessari kennslubók eða dagbók ykkar og rifjað upp einhver hughrif sem þið skráðuð. Þið gætuð líka lesið 1. Korintubréf 15:21–26; Kólossubréfið 1:12–22; 1. Pétursbréf 2:21–25 og íhugað hvernig frelsarinn og þjónusta hans hefur blessað líf ykkar. Hvaða breytingar finnst ykkur þið hvött til að gera í lífi ykkar? Hvernig munið þið leita máttar frelsarans?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Matteus 1:18–25; 2:1–12; Lúkas 1:26–38; 2:1–20.Hvernig getið þið fagnaðfæðingu Jesú Krists með fjölskyldu ykkar? Hér eru nokkrar hugmyndir eða þið gætuð íhugað ykkar eigin:
-
Lesið eða leikið saman hluta af jólasögunni.
-
Horfið á myndbandið „Barnið Kristur: Jólasaga“ (https://www.kirkjajesukrists.org/kristsbarnid-jolasaga?lang=isl-is).
17:56 -
Kannið eitthvað af efninu í safninu „Jesus Christ [Jesús Kristur]“ í Gospel Library, einkum í hlutanum „His Birth (Christmas) [Fæðing hans (jólin)].“
-
Horfið á jólasamkomur Æðsta forsætisráðsins (churchofjesuschrist.org/study/jesus-christ/his-birth-christmas/christmas-devotionals?lang=isl).
-
Syngið saman jólasálma eða heimsækið nágranna eða vini til að syngja fyrir (sjá Sálmar, nr. 75–86).
-
Gerið eitthvað þjónustuverk.
-
Biðjið fjölskyldumeðlimi að leita að hlutum í jólasögunni sem vekja hugmyndir um skreytingar sem þeir gætu hannað til að minna þau á Jesú Krist.
-
-
1. Korintubréf 15:21–26; Kólossubréfið 1:12–22; 1. Pétursbréf 2:21–25.Af hverju erum við þakklát fyrir fæðingu Jesú Krists? Hvaða gjafir hefur hann gefið okkur? Hvernig getum við sýnt honum þakklæti okkar? Fjölskylda ykkar gæti sungið lag sem kennir um hlutverk hans, t.d. „Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 20).
-
„Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna.“Ef þið viljið hjálpa fjölskyldu ykkar að einblína á frelsarann á jólum, gætuð þið ef til vill varið tíma í að lesa og læra saman „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna“ (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp/Grunngögn). Þið gætuð ef til vill lært utanbókar málsgreinar í „Hinn lifandi Kristur“ eða leitað lýsinga á lífi frelsarans í Nýja testamentinu sem styðja yfirlýsingarnar þar. Þið gætuð líka boðið hverjum í fjölskyldunni að skrá eigin vitnisburð um Jesú Krist og lesa hann fyrir hina í fjölskyldunni, sé hvatning til þess.
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Söngurinn við jötuna,“ Barnasöngbókin, 32.