Nýja testamentið 2023
4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5: „Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda“


„4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5: ‚Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

lamb situr á grasi

4.–10. desember

Opinberunarbókin 1–5

„Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda“

Íhugið að skrifa spurningar um efnið sem þið lesið í Opinberunarbókinni. Þið getið síðan leitað svara við spurningum ykkar eða rætt þær við fjölskyldumeðlim eða í námsbekk kirkjunnar.

Skráið hughrif ykkar

Hafið þið einhvern tíma reynt að segja öðrum frá því sem þið upplifðuð í áhrifamikilli andlegri vitrun? Það getur reynst erfitt og ófullnægjandi að tjá andlegar upplifanir og hughrif með orðum hins daglega máls. Ef til vill er það ástæða þess að Jóhannes notaði svo táknrænt og myndríkt mál til að lýsa hinni dýrðlegu opinberun sinni. Hann hefði einfaldlega getað sagt að hann hefði séð Jesú Krist, en til að hjálpa okkur að skilja upplifun sína, þá lýsti hann frelsaranum með orðum sem þessum: „Augu hans [voru] eins og eldslogi,“ „tvíeggjað sverð gekk út af munni hans“ og „ásjóna hans skein sem sólin í mætti sínum“ (Opinberunarbókin 1:14–16). Þegar þið lesið Opinberunarbókina, reynið þá að skilja boðskapinn sem Jóhannes vildi að þið lærðuð og upplifðuð, jafnvel þótt þið skiljið ekki merkingu hvers tákns. Af hverju ætli hann hafi notað ljósastiku til tákns um kirkjusöfnuð, dreka til tákns um Satan og lamb til tákns um Jesú Krist? Hvað sem öllu líður, þá þurfið þið ekki að skilja hvert einasta tákn í Opinberunarbókinni til að skilja hið mikilvæga efni, þar á meðal það sem mikilvægast er: Jesús Kristur og fylgjendur hans munu sigra ríki manna og Satans.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Sýn Jóhannesar kennir um þá áætlun himnesks föður að frelsa börn sín.

Erfitt getur verið að skilja Opinberunarbókina, en látið þó ekki hugfallast. Loforð Jóhannesar gæti hvatt ykkur til að halda áfram að reyna: „Blessaður er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og skilja, og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að komutími Drottins er í nánd. (Þýðing Josephs Smith, Opinberunarbókin 1:3 [í Þýðing Josephs Smith Viðauki], skáletur hér).

Ein leið til að læra Opinberunarbókina er með því að gæta að tengingum við sáluhjálparáætlunina. Þetta almenna yfirlit gæti verið gagnlegt:

Spyrjið ykkur sjálf við lesturinn: „Hvað kennir þetta mér um áætlun Guðs? Hvað hefur Guð gert til að hjálpa mér að sigrast á illu og snúa aftur til sín? Hver eru loforð hans til hinna trúföstu?

Það gæti líka verið gagnlegt að vita að í Kenningu og sáttmálum 77 eru sum táknin útskýrð sem notuð eru í Opinberunarbókinni. Auk þess útskýrir Þýðing Josephs Smith einhver vers í Opinberunarbókinni, svo gætið því reglubundið að neðanmálstilvísunum og Þýðingu Josephs Smith Viðauka.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Jóhannes Sebedeusson,“ „Opinberun Jóhannesar.“

Opinberunarbókin 1

Jesús Kristur er lifandi sonur hins lifanda Guðs.

Í fyrsta kapítula Opinberunarbókarinnar er lýsing á því þegar Jesús Kristur vitjaði Jóhannesar í sýn. Ef til vill gætuð þið skráð allt í þessum kapítula sem sagt er um Jesú Krist, þar á meðal hver hann er, hvað hann gerir fyrir okkur og hvernig hann er.

Sumt sem þið lærið kemur frá táknum. Hugleiðið hvað Drottinn gæti verið að reyna að kenna ykkur um sig sjálfan með þessum táknum. Gætið t.d. að því að frelsarinn segir sig sjálfan vera „upphafið og endirinn“ og „hinn fyrsta og hinn síðasta.“ Af hverju haldið þið að þessir titlar séu mikilvægir? Hvað kenna þessi ritningarvers ykkur um frelsarann?

Opinberunarbókin 2–3

Jesús Kristur þekkir mig persónulega og þráir að hjálpa mér að sigrast á áskorunum mínum.

Orð frelsarans í Opinberunarbókinni 2–3 sýnir að hann þekkti velgengni og erfiðleika hverrar greinar kirkjunnar á tíma Jóhannesar. Hann lofaði erfiði hinna heilögu og gerði þeim líka ljóst hverju þeir þurftu að breyta. Hvað lærum við af lofi og aðvörunum frelsarans?

Frelsarinn þekkir líka velgengni og erfiðleika ykkar og þráir að liðsinna ykkur. Gætið að þeim loforðum sem oft koma fram til þeirra sem sigra. Hvað hrífur ykkur varðandi þessi loforð? Hvað gæti Drottinn viljað að þið sigruðust á? Hvað getið þið gert til að njóta liðsinnis hans?

Opinberunarbókin 4–5

Aðeins Jesús Kristur gat gert áætlun himnesks föður að veruleika.

Hvað lærið þið um himneskan föður í Opinberunarbókinni 4 og um Jesú Krist í Opinberunarbókinni 5? Íhugið hvernig það hlýtur að hafa verið þegar okkur öllum var ljóst að Jesús Kristur („lambið“) myndi gera áætlun himnesks föður að veruleika (frelsarinn gat lokið upp bókinni og rofið [sjö] innsigli hennar“ [Opinberunarbókin 5:5]). Af hverju gat enginn annar gert það en Jesús Kristur? Hvernig getið þið sýnt trú á hann sem frelsara ykkar?

Sjá einnig Jobsbók 38:4–7; Kenning og sáttmálar 77:1–7.

táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Opinberunarbókin 1:20.Af hverju líkti Jesús kirkju sinni við ljósastiku? (sjá Matteus 5:14–16). Syngið söng um það hvernig við getum verið eins og ljós á ljósastiku, t.d. „Lýs þú“ (Barnasöngbókin, 96).

Opinberunarbókin 2–3.Ímyndið ykkur að Jóhannes hafi verið beðinn að færa fjölskyldu ykkar boðskap eins og þann sem hann gaf söfnuðunum á hans tíma. Hvað myndi hann segja að gangi vel? Hvað gætuð þið bætt?

Opinberunarbókin 3:15–16.Eftir að hafa lesið þessi vers, gæti fjölskylda ykkar drukkið eitthvað sem er hálfvolgt og bragðast betur heitt eða kalt. Hvað felst í því að vera andlega hálfvolgur?

Opinberunarbókin 3:20.Sýnið myndina af frelsaranum knýja dyra (sjá aftast í þessum lexíudrögum) þegar fjölskylda ykkar les Opinberunarbókina 3:20. Af hverju knýr Jesús dyra í stað þess að fara bara inn? Fjölskyldumeðlimir gætu skipst á við að knýja dyra. Einhver annar fjölskyldumeðlimur gæti síðan lagt til hvernig við getum „opnað dyrnar“ fyrir frelsaranum og hleypt hinum inn fyrir. Hvernig myndi það vera að hafa frelsarann á heimili okkar?

Opinberunarbókin 4:10–11.Hvað felst í því að tilbiðja himneskan föður? Hvað vitum við um hann sem vekur löngun til að tilbiðja hann?

Opinberunarbókin 5:6, 12–13.Af hverju er Jesús Kristur kallaður „lambið“? Hvað kennir þetta nafni okkur um hann?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lág var Jesú fæðing fyrr,“ Sálmar, nr. 70.

Bæta kennslu okkar

Hvetjið til spurninga. Spurningar eru vísbending um að fjölskyldumeðlimir séu fúsir til að læra og svör þeirra eru lýsandi fyrir áhuga þeirra á námsefninu. Kennið fjölskyldu ykkar hvernig finna á svör í ritningunum. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]25–26.)

Kristur knýr dyra

Ljúkið upp fyrir honum, eftir Greg K. Olsen