„Fleiri heimildir,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)
„Fleiri heimildir,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022
Fleiri heimildir
Mest af þessu námsefni er að finna í smáforritinu Gospel Library og á ChurchofJesusChrist.org.
Sálmar og Barnasöngbókin
Helg tónlist laðar að andann og kennir kenningu svo eftirminnilegt sé. Auk prentuðu útgáfanna Sálmar og Barnasöngbókin, má finna hljóð- og myndbandsupptökur margra sálma og barnasöngva á music.ChurchofJesusChrist.org og í smáforritunum Sacred Music og Gospel Media.
Kennslubækur trúarskóla yngri og eldri deilda
Í kennslubókum trúarskóla yngri og eldri deilda er sögubakgrunnur og kenningarlegar útskýringar á reglum og frásögnum í ritningunum.
Kirkjutímaritin
Í tímaritunum Friend, Til styrktar ungmennum og Líahóna má finna sögur og verkefni sem geta undirstrikað reglurnar sem þið kennið í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Trúarefni
Í Gospel Topics [Trúarefni] (topics.ChurchofJesusChrist.org) má finna helstu upplýsingar um fjölbreytt trúarefni, ásamt hlekkjum að gagnlegu námsefni, svo sem efnistengdum aðalráðstefnuræðum, greinum, ritningarversum og myndböndum. Þar má einnig finna Gospel Topics Essays [Trúarleg ritverk] með upplýsingum um kenningar og söguefni.
Sögur úr Gamla testamentinu
Sögur úr Gamla testamentinu geta verið gagnlegar við að kenna börnum kenningar og frásagnirnar í Gamla testamentinu. Þið getið líka fundið myndbönd með þessum frásögnum í smáforritinu Gospel Library og á MediaLibrary.ChurchofJesusChrist.org.
Litabók: Sögur úr Gamla testamentinu
Í þessari bók eru skemmtilegar verkefnasíður, til að auðga nám barna í Gamla testamentinu.
Myndbönd og listrænt efni
Listrænt efni, myndbönd og annað efni getur hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja kenningu og myndgera frásagnir sem tengjast ritningunum. Farið í Gospel Media á MediaLibrary.ChurchofJesusChrist.org til að kanna námsgagnasafn kirkjunnar. Gagnasafnið er einnig aðgengilegt í símaforriti. Margar myndir sem þið getið notað má finna í Listaverkabók fagnaðarerindisins.
Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]
Námsefnið Teaching in the Savior’s Way getur verið ykkur gagnlegt við að læra um og tileinka ykkur reglur og aðferðir kristilegrar kennslu.