Gamla testamentið 2022
Notkun Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur


„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur,Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„Notkun Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur,Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Notkun Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur

Fyrir hverja er þessi kennslubók?

Þetta námsefni er fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur í kirkjunni. Því er ætlað að hjálpa ykkur að læra fagnaðarerindið – hvort heldur á eigin spýtur eða með fjölskyldu ykkar. Ef þið hafið ekki áður lært fagnaðarerindið reglubundið, getur þessi kennslubók hjálpað ykkur að byrja á því. Ef þið hafið þegar tileinkað ykkur góðar námsvenjur, gæti þessi kennslubók hjálpað ykkur að hljóta innihaldsríkari upplifanir.

Hvernig ber mér að nota þessa kennslubók?

Notið kennslubókina á hvern þann hátt sem hún gagnast ykkur. Ykkur gæti fundist hún gagnleg sem leiðarvísir eða hjálp við einkanám og fjölskyldunám á ritningunum. Þið gætuð líka notað hana fyrir kvöldstund heima við. Lexíudrögin draga fram mikilvægar reglur í Gamla testamentinu, leggja til hugmyndir og verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur og sjá ykkur fyrir rými til að skrá hughrif ykkar.

Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er ekki ætlað að leysa af hendi annað gott sem þið þegar gerið eða keppa við það. Fylgið leiðsögn andans við að ákveða hvernig best mætti haga einkanámi ykkar á orði Guðs.

hjón læra ritningarnar á heimili sínu

Hvernig tengist þessi kennslubók því sem á sér stað í kirkju?

Lexíudrög þessa námsefnis miðast við vikulega lestrardagskrá. Námsefnið Kom, fylg mér fyrir Barnafélag, fyrir sunnudagaskóla og fyrir námsbekki Aronsprestdæmissveita og Stúlknafélags fylgir sömu dagskráráætlun. Kennarar ykkar í kirkju munu gefa ykkur kost á að miðla upplifunum ykkar, hugsunum sem og spurningum um ritningarvers sem þið hafið lært á heimili ykkar, til að styðja ykkur við að læra fagnaðarerindið á heimili ykkar og lifa eftir því.

Þar sem kennsla sunnudagaskólans er einungis tvisvar í mánuði, gætu kennarar sunnudagaskólans kosið að sleppa lexíudrögum eða sameina þau, til að fylgja þessari vikulegu áætlun. Það gæti líka verið nauðsynlegt (fyrir bæði sunnudagaskóla og Barnafélag) þær vikur sem venjubundnar kirkjusamkomur falla niður sökum stikuráðstefnu eða af öðrum ástæðum. Í þeim vikum eruð þið hvött til að halda áfram að læra Gamla testamentið á heimili ykkar.

Þarf ég að fylgja áætluninni?

Áætlunin auðveldar ykkur að lesa valið efni í Gamla testamentinu og Hinni dýrmætu perlu fyrir árslok. Auk þess getur það leitt til mikilvægrar reynslu á heimilinu, í kirkjunni og annars staðar að fylgja sömu áætlun og allir aðrir gera. Látið áætlunina þó ekki íþyngja ykkur eða skylda ykkur til að lesa hvert einasta vers; hún er einungis til að hjálpa ykkur að halda jöfnum námshraða. Mikilvægast er að þið séuð að læra fagnaðarerindið sem einstaklingar og fjölskylda.

Athugasemd um lestraráætlun Gamla testamentisins

Hin leiðbeinandi lestraráætlun Kom, fylg mér fyrir árið 2022 hefur ekki að geyma alla kapítula í Gamla testamentinu. Þar sem Gamla testamentið er lengra en aðrar ritningarbækur, hefur sumum kapítulum verið sleppt til að þið og fjölskylda ykkar eigið hægara með að fylgja lestraráætluninni.

Kapítular og bækur voru valdin til að forðast endurtekningar og til að draga fram ritningarhluta sem vitna um Jesú Krist, eru ríkir að kenningu og eiga sérstaklega við á okkar tíma. Dæmi: Hin fyrirlagða lestraráætlun hefur ekki að geyma 1. og 2. Kroníkubók, því svo mikið af sama efnið er að finna í 1. og 2. Konungabók. Í áætluninni eru Ljóðaljóðin heldur ekki, því spámaðurinn Joseph Smith kenndi að þau væru ekki innblásin ritning (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Ljóðaljóðin,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Hafið þó hugfast að hér er einungis um að ræða leiðbeinandi námsáætlun. Sjálfsnám og fjölskyldunám ykkar í ritningunum ætti að taka mið af persónulegri opinberun.