Kenning og sáttmálar 2021
Þið eruð kennarar í kirkju Jesú Krists


„Þið eruð kennari í kirkju Jesú Krists,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„Þið eruð kennarar í kirkju Jesú Krists,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Jesús situr með postulum

Þið eruð kennarar í kirkju Jesú Krists

Þið hafið verið kölluð af Guði til að elska og kenna börnum hans að hætti frelsarans. Þið voruð sett í embætti þessarar köllunar með valdi hans heilaga prestdæmis. Þótt þið séuð ekki reyndir kennarar, þá mun himneskur faðir sjá ykkur fyrir áhrifum og krafti heilags anda til að hjálpa ykkur að ná árangri, ef þið lifið verðuglega, biðjist fyrir daglega og lærið ritningarnar (sjá 2. Nefí 33:1).

Þau sem ykkur er falið að annast eru börn himnesks föður og hann veit hvað þau þurfa og hvernig best er að ná til þeirra. Guð mun leiða ykkur með heilögum anda við undirbúning ykkar og kennslu. Hann mun opinbera ykkur hvað segja og gera skal (sjá 2. Nefí 32:5).

Megin tilgangur trúarkennslu og náms er að breyta lífi fólks. Tilgangur ykkar sem kennarar er að hjálpa þeim sem þið kennið að gera allt sem þeir geta til trúarlegs viðsnúnings á fagnaðarerindi Jesú Krists – viðleitni sem er langt frá því að vera einungis bundin kennslustofunni. Biðjið þá sem þið kennið að taka virkan þátt í því að læra reglur og kenningar Jesú Krists og tileinka sér það sem lært er. Hvetjið þá til að gera sjálfsnám og fjölskyldunám utan kennslustofunnar að megin uppsprettu trúarnáms síns. Þegar þeir starfa í trú með því að læra sem einstaklingar og fjölskyldur, munu þeir bjóða andanum í líf sitt og það er andinn sem snýr til sannrar trúar. Allt sem þið gerið sem kennarar ætti að byggjast á þessu helga viðfangsefni.

Kennið aðeins kenninguna um hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists eins og hún er í ritningunum og orðum síðari daga spámanna. Hrein kenning – eilífur, óbreyttur sannleikur sem kenndur er af Guði og þjónum hans – býður heim andanum og hefur kraft til að breyta lífi.

Köllun til að kenna er heilagt traust og eðlilegt er að finnast hún stundum yfirþyrmandi. Hafið þó hugfast að himneskur faðir kallaði ykkur og hann mun aldrei yfirgefa ykkur. Þetta er verk Drottins og þegar þið þjónið „af öllu hjarta yðar, mætti, huga og styrk,“ (Kenning og sáttmálar 4:2), mun hann auka við getu ykkar, gjafir og hæfileika og þjónusta ykkar mun blessa líf þeirra sem þið kennið.

Prenta