Kenning og sáttmálar 2021
Fyrirmynd að kennslu


„Fyrirmynd að kennslu,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„Fyrirmynd að kennslu,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

námsbekkur situr í hring

Fyrirmynd að kennslu

Í öllum lexíudrögum í þessu riti er okkur boðið að miðla og kenna kenninguna.

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla af þeim skilningi og upplifun sem þeir hlutu í liðinni viku við að læra ritningarnar sem einstaklingar og fjölskyldur og tileinka sér námsefnið. Hjálpið meðlimum bekkjarins að skilja að persónulegt nám þeirra utan kennslustundar er mikilvægt. Einstaklingsbundin trúarumbreyting þeirra mun ekki eiga sér stað aðeins með sunnudaganámi, heldur einnig með daglegri reynslu þeirra. Þegar meðlimir bekkjarins hlýða á upplifanir og vitnisburði hvers annars um fagnaðarerindi Jesú Krists, verða þeir líklegri til að leita sjálfir eftir álíka upplifunum.

Allir munu ekki lesa kaflana fyrir hverja kennslustund og sumum sem lásu gæti jafnvel fundist óþægilegt að miðla efninu. Gætið þess að öllum meðlimum bekkjarins finnist þeir vera metnir í bekknum, hvort sem þeir miðla einhverju eða ekki.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Þið og meðlimir bekkjar ykkar ættuð að einbeita ykkur að Jesú Kristi og kenningu hans – hinum eilífa sannleika fagnaðarerindisins – sem finna má í ritningunum. Hvaða versum, tilvitnunum, upplifunum, spurningum og fleiri úrræðum gætuð þið miðlað er þið ræðið kenningar ritninganna? Hvernig gætuð þið notað þetta rit til að hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva og skilja meginreglur fagnaðarerindisins? Hvernig getið þið hjálpað þeim að byggja upp trú þeirra á himneskan föður og Jesú Krist?