„28. desember – 3. janúar. Kenning og sáttmálar 1: ,Hlýðið á, ó þér [lýður],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„28. desember – 3. janúar. Kenning og sáttmálar 1,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
28. desember – 3. janúar
Kenning og sáttmálar 1
„Hlýðið á, ó þér [lýður]“
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 1, íhugið þá hvaða versum þið gætuð einbeitt ykkur að í námsbekk ykkar og hvernig þið gætuð hjálpað nemendum að læra af þessum versum.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Þið gætuð hafið kennslu ykkar í Kenningu og sáttmálum á því að spyrja nemendur hvað þeim finnist um að læra þessa ritningarbók á þessu ári. Hvaða vers í kafla 1 vekja eftirvæntingu hjá þeim að lesa Kenningu og sáttmála? Ef til vill gætuð þið beðið þau að leita að versi í kafla 1 sem þau myndu miðla öðrum, ef þau væru að sannfæra einhvern um að lesa þessa helgu bók.
Kennið kenninguna
Drottinn býður okkur að „[kanna] þessi boð.“
-
Þegar þið ræðið „formála“ Drottins að Kenningu og sáttmálum (vers 6), gæti verið gagnlegt að einhver í bekknum útskýrði hvað formáli er og hver tilgangur hans er í bókum. Námsbekkurinn gæti síðan rætt hvernig kafli 1 uppfyllir þann tilgang fyrir Kenningu og sáttmála. Hvaða efni bókarinnar er til dæmis kynnt í kafla 1? Hver er tilgangur bókarinnar? Hvað finnum við í þessum kafla sem gæti haft áhrif á það hvernig við lesum Kenningu og sáttmála á þessu ári?
-
Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er okkur boðið að hugleiða hvernig við munum bregðast við boðorði Drottins um að „[kanna] þessi boð“ (vers 37). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað því sem þeir hyggjast gera á þessu ári til að auðga námið á Kenningu og sáttmálum. Hvað munu þeir kanna? Hvernig er könnun frábrugðin því að lesa aðeins? Hvaða námsaðferðir hefur þeim fundist gagnlegastar?
Kenning og sáttmálar 1:1–6, 23–24, 37–39
Guð talar fyrir munn þjóna sinna og orð hans munu uppfyllast.
-
Mörg okkar eiga fjölskyldumeðlimi, vini og kunningja sem trúa ekki því sama og við gerum varðandi lifandi spámenn. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað sannleika sem þeir finna í kafla 1, sem þeir gætu notað til að svara einhverjum sem dregur trú þeirra í efa varðandi spámenn. Þið gætuð lagt til að þeir einbeittu sér sérstaklega að versum 1–6 og 37–39. Hvað kenna þessi vers um Drottin og spámenn hans?
-
Meðlimir bekkjarins gætu haft áhuga á að læra að þegar ráð sem kallað var af Joseph Smith ræddi um að gefa út opinberanir spámannsins, voru nokkrir ráðsmenn á móti þeirri hugmynd. Þeir fyrirvörðu sig fyrir veikleika Josephs í rituðu máli og höfðu áhyggjur af því að útgáfa opinberananna gætu valdið hinum heilögu auknum erfiðleikum (sjá Saints [Heilagir], 1:140–43). Hvernig er tekið á þessum áhyggjum í kafla 1? (sjá t.d. vers 6, 24, 38).
-
Texti sálmsins „Kom, heyrið spámann hefja raust“ (Sálmar, nr. 8) kennir nokkuð af þeim sömu reglum og kenndar eru í kafla 1. Ef til vill gætuð þið sungið eða lesið sálminn saman og síðan fengið meðlimi bekkjarins til að finna orðtök í sálminum og versunum í kafla 1 sem kenna sömu reglur.
Kenning og sáttmálar 1:12–30, 35–36
Drottinn endurreisti fagnaðarerindi sitt til að auðvelda okkur að takast á við áskoranir síðari daga.
-
Hvaða hugsanir vöknuðu hjá meðlimum bekkjarins þegar þeir lásu lýsinguna um síðari daga í versum 13–16? Hvað er að gerast í heimi okkar tíma sem uppfyllir þessar fyrirspáðu lýsingar? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla hverju því sem þeir fundu í kafla 1, sem vekur þeim frið og fullvissu, þrátt fyrir áskoranir okkar tíma.
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga blessanirnar sem við höfum vegna þess að fagnaðarerindið hefur verið endurreist, gætuð þið skrifað á töfluna Hvað kenna vers 17–23 um ástæðu þess að Drottinn endurreisti fagnaðarerindi sitt? Meðlimir bekkjarins gætu kannað þessi vers og miðlað hver öðrum hugsunum sínum. Dæmi: Hvernig hefur sannleikurinn sem endurreistur var með Joseph Smith hjálpað til að auka trú okkar? (sjá vers 21).
Drottinn notar „[hina] veiku og einföldu“ til að ná fram verki sínu.
-
Einn mikilvægur efnisþráður í Kenningu og sáttmálum 1 er það hlutverk sem „hinir veiku og einföldu“ gegna í hina mikla síðari daga verki Drottins (vers 23). Biðjið meðlimi bekkjarins að kanna vers 19–28, til að læra hvernig orðin „veiku“ og „einföldu“ eiga við um okkur sem þjóna Drottins. Þegar þeir miðla því sem þeir finna, gætuð þið rætt spurningar eins og þessa: Hvaða eiginleika vill Drottinn að þjónar sínir hafi? Hverju mun Drottin ná fram með þjónum sínum á síðari dögum? Hvernig eru spádómarnir í þessum versum að uppfyllast víða um heim og í lífi okkar?