Kenning og sáttmálar 2021
25.–31. janúar. Kenning og sáttmálar 6–9: „Þetta er andi opinberunar“


„25.–31. janúar. Kenning og sáttmálar 6–9: ,Þetta er andi opinberunar‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„25.–31. janúar. Kenning og sáttmálar 6–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ritari skrifar á pappír

25.–31. janúar

Kenning og sáttmálar 6–9

„Þetta er andi opinberunar“

Í Kenningu og sáttmálum 6–9 eru kenndar dýrmætar reglur sem tengjast því að hljóta opinberun. Hagnýtið ykkur þessar reglur með því að leita opinberunar um hvernig hjálpa mætti meðlimum bekkjarins að læra af þessum köflum.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla upplifunum sínum af því að læra Kenningu og sáttmála 6–9, gætuð þið beðið þá að ræða, eins og viðeigandi er, einhver andleg hughrif sem þeir hlutu við lærdóminn. Hvaða boðskap hafði Drottinn fyrir þá?

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 6; 8–9

Himneskur faðir talar til mín með „anda sannleikans.“

  • Drottinn hefur mikið að kenna okkur um persónulega opinberun í þessum köflum og ekki er víst að þið náið að fara yfir allt efnið í einni kennslustund. Gagnlegt gæti verið að skipta bekknum í þrjá hópa og biðja hvern hóp að kanna kafla 6, 8 eða 9 og leita svara við spurningum eins og: Hvernig talar heilagur andi til ykkar? Hvernig getum við borið kennsl á persónulega opinberun? Hvernig getum við búið okkur undir að hljóta opinberun? Einn úr hverjum hópi gæti síðan sagt bekknum stuttlega frá niðurstöðum síns hóps. Þið gætuð líka hvatt meðlimi bekkjarins til að segja frá eigin upplifunum við að bera kennsl á persónulega opinberun. Dæmi: Er eitthvað í Kenningu og sáttmálum 6:22–24 sem minnir okkur á þær upplifanir sem við höfum hlotið?

  • Það gæti reynst þeim í námsbekk ykkar erfitt að ræða um persónulega opinberun sem hafa beðið um handleiðslu og telja sig ekki hafa hlotið hana. Það gæti hjálpað þeim að vita að Oliver Cowdery hafi líka átt í álíka baráttu þegar honum tókst ekki að þýða eins auðveldlega og hann hafði vænst til. Ef til vill gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að kanna leiðsögn Drottins til Olivers í kafla 9. Hvaða boðskapur í þessum kafla gæti hjálpað einhverjum sem finnst Drottinn ekki svara bænum sínum? Staðhæfingarnar í „Fleiri heimildir“ gætu líka verið gagnlegar.

    Oliver Cowdery

    Oliver Cowdery, eftir Lewis A. Ramsey

Kenning og sáttmálar 6–7

„Hvað sem þér þráið af mér, það mun yður veitast.“

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að gætt sé að orðum eins og þrá í köflum 6–7. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá því sem þeir lærðu af þeirri upplifun eða þeir gætu gert verkefnið saman sem bekkur. Hvað segja dagleg verk okkur um hverjar þrár okkar eru? Hvernig getur Drottinn hjálpað okkur að breyta þrám okkar?

Kenning og sáttmálar 6:29–37

Ef við leitum til Drottins, getur hann hjálpað okkur að sigrast á efa og ótta.

  • Afhverju „[óttumst við stundum] að gjöra gott“? (vers 33). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins lagt til einhverjar hugsanlegar ástæður fyrir því, ásamt hugsunum tengdum Kenningu og sáttmálum 6:29–37 sem, veita þeim hugrekki til að gjöra gott.

  • Til að hefja umræður um hvernig Jesús Kristur hjálpar okkur að „[efast] ekki, [óttast] ekki“ (vers 36), gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að skrifa á blað eitthvað af því sem fólk gæti óttast. (Öldungur Ronald A. Rasband veitti nokkrar skýringar í boðskap sínum „Verið eigi áhyggjufullir“ [aðalráðstefna, október 2018].) Þið gætuð síðan lesið upphátt af nokkrum þessara blaða og rætt hvernig frelsarinn og friðþæging hans geta hjálpað okkur þegar við erum óttaslegin. Kenning og sáttmálar 6:29–37 veita nokkurn skilning á þessu (sjá einnig 1. Jóhannesarbréfið 4:18). Hver er merking þess að „[Beina] öllum hugsunum yðar til [Krists]“? (vers 36). Hvernig hjálpar það okkur að einblína á frelsarann þegar við efumst eða óttumst?

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Skilja hvernig himneskur faðir svarar bænum.

„Í lífinu hefur mér lærst að stundum hlýt ég ekki bænasvar því Drottinn veit að ég er ekki undir það búinn. Þegar hann svarar, er það oft ,örlítið hér og örlítið þar’ [2. Nefí 28:30], því það er allt sem ég fæ borið eða er fús til að gera“ (Robert D. Hales, „Þeir er vona á Drottin: Verði þinn vilji,” aðalráðstefna, október 2011).

„Hvað gerið þið þegar þið hafið undirbúið ykkur vandlega, flutt heitar bænir, beðið sanngjarnan tíma eftir svari og fáið enn ekkert svar? Þið gætuð látið í ljós þakkir þegar það gerist, því að það sýnir traust hans. Þegar þið lifið verðugu lífi og val ykkar samræmist kenningum frelsarans og þið þurfið að framkvæma, haldið þá áfram í trausti. … Þegar þið lifið réttlátu lífi og leggið traust ykkar á Guð, en hafið tekið ranga ákvörðun, mun hann ekki láta ykkur ganga of langt án viðvörunar“ (Richard G. Scott, „Hin yfirnáttúrlega gjöf bænar,“ aðalráðstefna, apríl 2007).

Bæta kennslu okkar

Tjáið að þið hafið fulla trú á nemendum. Sumir í námsbekk ykkar gætu haft litla trú á sjálfum sér til að læra fagnaðarerindið. Íhugið hvernig þið getið fullvissað þá um að heilagur andi muni kenna þeim þegar þeir reyna sitt besta til að læra á eigin spýtur. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 29.)