Kenning og sáttmálar 2021
1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11: „Að þú megir verða sigurvegari“


„1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11: ,Að þú megir verða sigurvegari‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Handrit Mormónsbókar

Eftirmynd af upprunalegu handriti Mormónsbókar.

1.–7. febrúar

Kenning og sáttmálar10–11

„Að þú megir verða sigurvegari“

Hvaða hughrif hljótið þið við lestur Kenningar og sáttmála 10–11? Hvaða hugsanir vöknuðu um þarfir þeirra sem þið kennið?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð veitt meðlimum bekkjarins tækifæri til að ræða hvað þeir hafa lært í sjálfsnámi og fjölskyldunámi ritninganna með því að skrifa á töfluna Kenning og sáttmálar 10 og Kenning og sáttmálar 11. Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu skrifað tilvísunarnúmer þess vers sem þeir fundu mikilvægan sannleika í undir hvora fyrirsögnina. Veljið nokkur versanna og biðjið meðlimi bekkjarins að miðla sannleikanum sem þeir fundu í þeim.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 10:1–33

Satan reynir að tortíma verki Guðs.

  • Kenning og sáttmálar 10 getur hjálpað meðlimum bekkjarins að bera kennsl á og standast tilraunir Satans til að rífa niður trú þeirra. Til að segja frá sögulegu samhengi þessa kafla, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að miðla frásögninni um það hvernig Martin Harris glataði hinum 116 þýðingarsíðum Mormónsbókar (sjá kaflafyrirsögn Kenningar og sáttmála 3 og Saints [Heilagir], 1:50–53). Meðlimir bekkjarins gætu síðan kannað Kenningu og sáttmála 10:1–33, til að finna hvað Satan hugðist gera varðandi glötuðu síðurnar. Hvað lærum við af þessum versum um það hvernig Satan vinnur og afhverju hann gerir slíka hluti? (sjá einnig vers 63). Hvernig vinnur hann á svipaðan hátt á okkar tíma? Hvernig hjálpar Drottinn okkur að sigrast á Satan í lífi okkar?

Kenning og sáttmálar 10:34–52

„Viska [Drottins] er meiri en slægð djöfulsins.“

  • Þegar okkur líður illa yfir eigin syndum, getum við fundið von í því að vita hvernig Drottinn réði bót á þeirri synd sem Joseph Smith og Martin Harris drýgðu þegar þeir óhlýðnuðust Drottni og glötuðu hinum 116 þýðingarsíðum Mormónsbókar. Íhugið hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna von í þessari frásögn. Þið gætuð t.d. beðið þá að segja frá einhverju sem þeir lærðu um Drottin í Kenningu og sáttmálum 10:34–52 (sjá einnig Kenning og sáttmálar 3:1–3). Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir hafa séð að „viska [Drottins] er meiri en slægð djöfulsins“ (Kenning og sáttmálar 10:43). Hvernig styrkir þessi vitneskja trú ykkar á hann?

    Ljósmynd
    Mormón gerir útdrátt af gulltöflunum

    Moróní gerir útdrátt af töflunum, eftir Tom Lovell

Kenning og sáttmálar 11

Ef við biðjum Guð, mun okkur hlotnast.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er okkur boðið að lesa Kenningu og sáttmála 11 eins og efnið væri ritað fyrir okkur. Ef til vill væru meðlimir bekkjarins fúsir til að segja frá einhverju úr kaflanum sem þeim er einkar mikilvægt. Hvernig hyggjast þeir tileinka sér það sem þeir hafa lært?

  • Ein aðferð til að hvetja til umræðna um Kenningu og sáttmála 11 er að biðja meðlimi bekkjarins að finna reglu í kaflanum og skrifa síðan spurningu um hana. Slíkar spurningar gætu verið: „Hver er merking þess að halda sér fast að Kristi af öllu hjarta?“ (vers 19) eða „Hvernig öðlumst við orð Guðs?“ (vers 21). Meðlimir bekkjarins gætu skrifað spurningar sínar efst á blað og útdeilt blöðum sínum um kennslustofuna og bætt við hugsunum og mögulegum svörum við spurningar hvers annars. (Gagnlegt gæti verið að skipta bekknum fyrst í fámenna hópa.) Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað bekknum einhverju af því sem hinir skrifuðu um spurningu þeirra.

Kenning og sáttmálar 11:8–26

Guð mun veita okkur anda sinn er við undirbúum okkur að hans hætti.

  • Gætu meðlimir bekkjar ykkar haft gagn af því að ræða hvernig bera á kennsl á persónulega opinberun með andanum? Ef svo, þá gætuð þið hafið umræður með því að biðja þá að ímynda sér að þeir væru beðnir um að skrifa einhvern sannleika um hvernig hljóta á persónulega opinberun. Hvað myndu þeir skrifa úr Kenningu og sáttmálum 11:8–26? Hvað myndu þeir t.d. skrifa um að búa sig undir að hljóta leiðsögn fyrir eigið líf og svör við spurningum sínum? Hvað myndu þeir segja um hvernig bera á kennsl á svörin þegar þau berast? Biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga hvernig þeir myndu tileinka sér það sem þeir hafa lært við að sækjast eftir persónulegri opinberun.

    Þið gætuð, sem hluta af þessu verkefni, miðlað þessari staðhæfingu systur Julie B. Beck, fyrrverandi aðalforseta Líknarfélagsins: „Mikilvægasti eiginleikinn sem [nokkur] getur hlotið í þessu lífi er að verða [verðugur] þess að meðtaka persónulega opinberun og hlíta henni“ („Yfir … ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum,“ aðalráðstefna, apríl 2010).

Bæta kennslu okkar

Hafið þá með sem eiga í erfiðleikum. Hvað getið þið gert þegar meðlimur bekkjar virðist ekki tengjast hinum í námsbekknum? Stundum þarf einungis að stuðla að þátttöku hans eða hennar. Íhugið að biðja þann einstakling að taka þátt í næstu lexíu. Ef hann eða hún sýnir engin viðbrögð við viðleitni ykkar í fyrstu, haldið þá áfram að sýna elsku og umhyggju. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 8–9.)

Prenta