Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17: „Standa sem vitni“


„15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17: ,Standa sem vitni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. febrúar. Kenning og sáttmálar 14–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Joseph Smith og vitnin þrjú krjúpa í bæn

15.–21. febrúar

Kenning og sáttmálar 14–17

„Standa sem vitni“

Íhugið kenninguna og atburðina sem sagt er frá í Kenningu og sáttmálum 14–17. Hvernig hvetjið þið þá sem þið kennið til að „ standa sem vitni [um þessa hluti]? (Kenning og sáttmálar 14:8).

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Hvað fannst meðlimum bekkjarins áhugavert í sjálfsnámi og fjölskyldunámi þeirra? Ef til vill gætuð þið beðið bekkinn að miðla einhverju einu sem þeir hlutu skilning á varðandi þátttöku í verki Drottins í hverjum kafla í Kenningu og sáttmálum 14–17.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 14–16

Drottinn býður okkur að taka þátt í verki sínu.

  • Hvað vita meðlimir bekkjarins um Whitmer-fjölskylduna? (sjá Saints [Heilagir], 1:68–69). Það gæti verið þeim gagnlegt að skrifa á töfluna einhverjar staðreyndir um Whitmer-fjölskylduna. Hvernig hjálpa þessar staðreyndir okkur að skilja betur leiðsögn Drottins til Whitmer-fjölskyldunnar í köflum 14–16? Afhverju líkti Drottinn t.d. verki sínu við akuruppskeru?

  • Til að gera meðlimum bekkjarins kleift að miðla hugsunum sínum um þátttöku í verki Drottins, gætuð þið skrifað eftirfarandi ritningartilvísanir á töfluna: Kenning og sáttmálar 14:1; 14:2–4; 14:5, 8; 14:6–7; 14:9–11; 15:6. Meðlimir bekkjarins gætu lesið einn hluta þessara ritningarversa tveir og tveir saman og rætt hvað þeir læra um verk Drottins. Nokkur pörin gætu sagt bekknum frá því sem þau ræddu um.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að segja frá þeim upplifunum sínum er þeir hjálpuðu öðrum að komast nær frelsaranum, t.d. sem fastatrúboðar eða þjónustutrúboðar og hirðisþjónar. Hvernig hafa þeir séð orð Drottins í Kenningu og sáttmálum 15:6 og 16:6 uppfyllast í lífi þeirra? Hvað lærum við af þessum köflum sem getur hjálpað við að búa okkur undir að miðla fagnaðarerindinu?

    verkamenn á akri við kornuppskeru

    Teikning af verkamönnum á kornakri, eftir Greg Newbold

Kenning og sáttmálar 17

Við getum verið trú vitneskju okkar, þótt aðrir kunni að hafna okkur.

  • Afhverju sá Drottinn okkur fyrir vitnum að Mormónsbók? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað hugmyndum sem þeim bárust við lestur Kenningar og sáttmála 17. Fleiri hugmyndir mætti finna í ritningarversunum sem vísað er til í fyrirsögn að kafla 17 eða í „Vitnisburður þriggja vitna,“ sem er fremst í Mormónsbók. Hvernig hefur vitnisburður vitnanna þriggja haft áhrif á vitnisburð okkar um Mormónsbók?

  • Þótt við höfum ekki séð engla eða handfjatlað gulltöflurnar, þá getum við samt borið vitni um Mormónsbók. Hvað finna meðlimir bekkjarins í kafla 17 (að meðtalinni fyrirsögninni) sem þeim finnst geta átt við um þá sjálfa? Hvað mynduð þið segja, ef einhver spyrði afhverju við trúum að Mormónsbók sé sönn? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins skrifað stutt svar og þið gætuð beðið nokkra þeirra að segja frá því sem þeir skrifuðu. Tilvitnunin í Ezra Taft Benson forseta í „Fleiri heimildir“ gæti hvatt meðlimi til að bera öðrum vitni um Mormónsbók.

  • Það gæti verið gagnlegt að fá meðlimi bekkjarins til að segja frá upplifunum annarra vitna að gulltöflunum (sjá „Vitnisburður átta vitna“ í Mormónsbók og upplifun Mary Whitmer í Saints [Heilagir], 1:70–71). Hvað lærum við af upplifunum þessara vitna?

  • Þið gætuð sýnt valda kafla úr myndbandinu „A Day for the Eternities [Dagur eilífðar]“ (ChurchofJesusChrist.org) sem hluta af umræðum ykkar um vitni Mormónsbókar (hlutinn um vitnin þrjú hefst um 15:00).

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Gefum vitnisburð okkar um Mormónsbók.

Ezra Taft Benson forseti setti fram þetta boð til kirkjumeðlima árið 1988:

„Mormónsbók er verkfærið sem Guð hyggst ,láta sópa jörðina sem vatnsflóð, til að safna [sínum] kjörnu saman.‘ (HDP Móse 7:62.) Þessi helga ritning þarf að vega þyngra í prédikunum okkar, kennslu okkar og trúboðsstarfi okkar.

„… Á þessum tíma rafrænna miðla og mikillar dreifingar prentaðs orðs, mun Guð krefja okkur reikningsskila, ef við dreifum ekki Mormónsbók á stórvirkan hátt.

Við höfum Mormónsbók, við höfum meðlimina, við höfum trúboðana, við höfum úrræðin og heimurinn hefur þörf fyrir hana. Nú er tíminn!

Kæru bræður og systur, við skiljum ekki kraft Mormónsbókar til fullnustu og hennar guðlega nauðsynlega hlutverk eða hina fyrirhuguðu nauðsynlegu útbreiðslu hennar“ (Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson [2014], 143–44).

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem stuðla að vitnisburði. Innblásin spurning getur verið máttug aðferð til að laða að andann. Þegar þið t.d. kennið Kenningu og sáttmála 14:9, gætuð þið spurt spurningar eins og: Hvernig hlutuð þið skilning á því að Jesús Kristur er ,ljós, sem ekki er unnt að dylja í myrkrinu‘?“ (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 32.)