Kenning og sáttmálar 2021
8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég“


„8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Susquehanna-áin

8.–14 febrúar

Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75

„Yður, samþjónum mínum, veiti ég“

Á sama hátt og heilagur andi upplýsti huga Josephs Smith og Olivers Cowdery varðandi ritningarnar, þá getur hann innblásið ykkur er þið af kostgæfni lærið Kenningu og sáttmála 12–13 og Josephs Smith – Sögu 1:66–75.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Ein aðferð til að hvetja til umræðna er að spyrja meðlimi bekkjarins að því hvernig þeir læra ritningarnar. Hvað gerðu þeir þessa viku til að auka skilning á efni ritninganna?

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 13

Aronsprestdæmið var endurreist af Jóhannesi skírara.

  • Ein leið til að ræða sannleikann í Kenningu og sáttmála 13 væri að fá meðlimi bekkjarins til að ræða hvernig þessi kafli gæti hjálpað ungmennum að skilja betur Aronsprestdæmið. Hvað kennir kafli 13 um Aronsprestdæmið sem piltar og stúlkur ættu að hljóta skilning á? Til að veita öllum tækifæri til þátttöku, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að ræða þessa spurningu tveir og tveir saman og síðan að miðla bekknum því sem þeir lærðu af hver öðrum.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur eru ábendingar um efni sem gætu útskýrt sum orðtökin í Kenningu og sáttmálum 13. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því sem þeir lærðu af þessu efni. Til að hvetja til umræðna um lyklana sem fjallað er um í þessum kafla, gætuð þið sýnt lykla og beðið meðlimi bekkjarins að ræða hvað lyklar gera okkur kleift að gera. Útskýring systur Ruth og öldungs Dales G. Renlund í „Fleiri heimildir“ gæti líka verið gagnleg. Að hvaða blessunum veita lyklar Aronsprestdæmisins okkur aðgang að? Hvernig væri líf okkar öðruvísi án þessara blessana?

  • Hluti af fegurð hins endurreista fagnaðarerindis er að það veitir okkur þátttöku í sama verki og þeirra karla og kvenna sem eru í ritningunum: Að byggja upp ríki Guðs á jörðu. Það gerir okkur að nokkru „samþjóna“ þeirra. Hver er merking þess að vera samþjónn í verki Drottins? Matteus 3:13–17; Lúkas 1:13–17; 3:2–20 geta hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja betur verk Jóhannesar skírara.

    Joseph Smith skírir Oliver Cowdery

    Joseph Smith skírir Oliver Cowdery, eftir Del Parson

Joseph Smith – Saga 1:66–75

Helgiathafnir veita okkur aðgang að krafti Guðs.

  • Til að gefa meðlimum bekkjarins kost á að bera hver öðrum vitni um þær blessanir sem hljótast af því að taka á móti prestdæmishelgiathöfnum, gætuð þið beðið þá að rifja upp Joseph Smith – Sögu 1:66–75, ásamt athugasemdinni við vers 71 og finna blessanir sem Joseph og Oliver hlutu eftir skírn þeirra og prestdæmisvígslu. Hvernig veita helgiathafnir andlegan kraft? Meðlimir bekkjarins gætu síðan sagt frá eigin upplifunum er þeir hafa fundið kraft Guðs sem hlýst af því að taka á móti helgiathöfnum prestdæmisins, líkt og skírn, sakramentinu eða helgiathöfnum musterisins. Þið gætuð líka sýnt myndbandið „Blessings of the Priesthood [Blessanir prestdæmisins]” (ChurchofJesusChrist.org) sem hluta af umræðunni.

  • Meðlimir bekkjarins gætu haft gagn af því að búa til töflu sem sýnir blessanirnar sem hljótast af helgiathöfnunum og prestdæminu. Þið gætuð t.d. skrifað á töfluna fyrirsagnirnar Helgiathafnir og Blessanir. Meðlimir bekkjarins gætu leitað að ritningarversum eins og eftirtöldum, til að útfylla töfluna: Jóhannes 14:26; Postulasagan 2:38; Kenning og sáttmálar 84:19–22; 131:1–4; Joseph Smith – Saga 1:73–74. Þeir gætu líka skráð aðrar blessanir sem þeir hafa hlotið vegna þessara helgiathafna. Ef til vill gætu þeir sagt frá upplifunum þegar þeir hafa fundið að helgiathafnir sem þeir hafa tekið á móti hafa fært kraft frelsarans í líf þeirra.

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hvað eru prestdæmislyklar?

Öldungur Dale G. Renlund og eiginkona hans, Ruth, veittu þessa útskýringu á prestdæmislyklum:

„Hugtakið prestdæmislyklar er notað á tvennan hátt. Í fyrsta lagi til að vísa til sérstaks rétts eða forréttinda allra þeirra sem meðtaka Aronaprestdæmið eða Melkísedeksprestdæmið. … Aronsprestdæmishafar taka t.d. á móti lyklum að englaþjónustu og lyklum að undirbúningi fagnaðarerindis iðrunar og niðurdýfingarskírnar til fyrirgefningar synda (sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 84:26–27). Melkísedeksprestdæmishafar taka á móti lyklum að leyndardómum ríkisins, lyklum að þekkingu Guðs og lyklum að öllum andlegum blessunum kirkjunnar (sjá Kenning og sáttmálar 84:19; 107:18). …

Í öðrum lagi er hugtakið prestdæmislyklar notað varðandi leiðtoga. Prestdæmisleiðtogar taka á móti fleiri prestdæmislyklum, réttinum til að vera í forsjá skipulagðrar einingar kirkjunnar eða sveitar. Í því samhengi eru prestdæmislyklar vald og kraftur til að stjórna, leiða og fara með völd í kirkjunni“ (The Melchizedek Priesthood: Understanding the Doctrine, Living the Principles [2018], 26).

Bæta kennslu okkar

Gefið vitnisburð ykkar oft. „Einfaldur og einlægur vitnisburður ykkar um andlegan sannleika, getur haft máttug áhrif á þá sem þið kennið. … Hann þarf hvorki að vera málskrúðugur né orðlangur“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 11). Íhugið að gefa persónulegan vitnisburð ykkar um Aronsprestdæmið í umræðum um Kenningu og sáttmála 13.