„22.–28. febrúar. Kenning og sáttmálar 18–19: ,Verðmæti sálna er mikið,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„22.–28. febrúar. Kenning og sáttmálar 18–19,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
22.–28. febrúar
Kenning og sáttmálar 18–19
„Verðmæti sálna er mikið“
Það er einungis fyrir heilagan anda sem hjarta einstaklings getur umbreyst. Henry B. Eyring forseti kenndi: „Ef þið kennið reglur kenningarinnar, mun heilagur andi koma“ („Discussion with Elder Richard G. Scott and Elder Henry B. Eyring“ [gervihnattaútsending Fræðsludeildar kirkjunnar fyrir þjálfun, 11. ágúst 2003]).
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Lesið saman Kenningu og sáttmála 18:34–36 til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla upplifunum sínum af ritningunum. Biðjið síðan meðlimi bekkjarins að miðla versi sem þeir lásu í vikunni þar sem þau báru kennsl á rödd Drottins.
Kennið kenninguna
Kenning og sáttmálar 18:10–16; 19:15–20, 39–41
Drottinn gleðst þegar við iðrumst.
-
Margir tengja iðrun neikvæðum tilfinningum. Hvernig geta orð Drottins í Kenningu og sáttmálum 18 og 19 hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja iðrun sem gleðiefni? Þið gætuð skrifað á töfluna Iðrun er og beðið meðlimi bekkjarins að leggja til hvernig ljúka skuli setningunni, byggt á því sem þeir lærðu í köflum 18 og 19. (Íhugið að rifja upp Kenningu og sáttmála 18:10–16; 19:15–20, 39–41 í bekknum.)
-
Hvað merkir að „boða iðrun“? (Kenning og sáttmálar 18:14). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins íhugað þessa spurningu við lestur Kenningar og sáttmála 18:10–16. Afhverju kjósa sumir að iðrast ekki? Hvernig getum við hvatt þá sem við elskum að koma til frelsarans og hljóta fyrirgefningu? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að leita að einhverju í Kenningu og sáttmálum 18:10–16 eða 19:15–20 sem gæti hjálpað.
„Verðmæti sálna er mikið í augum Guðs.“
-
Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja hve dýrmætt hvert okkar er í augum Guðs? Ef til vill gætu þeir lesið Kenningu og sáttmála 18:10–16 og sagt frá því hvernig þeir hlutu skilning á því hversu mikils virði þeir eru Guði. Hvaða áhrif hafa þessi vers á viðhorfið til okkar sjálfra? Til annarra? Hvernig sýnir Guð okkur hversu mikils virði við erum honum?
Jesús Kristur þjáðist fyrir allt mannkyn.
-
Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skynja vitni heilags anda er þeir ígrunda lýsingu frelsarans á eigin þjáningum af völdum friðþægingarinnar? (Kenning og sáttmálar 19:15–19). Ef til vill gætuð þið beðið einhvern að syngja sinn eftirlætis sálm um frelsarann. Þið gætuð líka sýnt mynd af frelsaranum og beðið meðlimi bekkjarins að lesa vers 15–19; þeir gætu síðan skrifað hugsanir sínar og tilfinningar. (Orð öldungs D. Todds Christofferson í „Fleiri heimildir“ gætu líka aukið þakklæti meðlima bekkjarins fyrir þjáningar frelsarans.) Setning eins og þessi gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að ígrunda: Ég er þakklát/ur fyrir friðþægingu Jesú Krists vegna þess að … Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að segja frá því sem þeir skrifuðu og gefa vitnisburð um Jesú Krist.
Kenning og sáttmálar 19:16–26, 34–41
Það krefst oft fórnar að gera vilja Guðs.
-
Ef meðlimir bekkjarins standa frammi fyrir aðstæðum þar sem þeir verða að fórna í þágu fagnaðarerindisins, gæti verið gagnlegt að læra um þá fórn sem Martin Harris færði svo mögulegt var að gefa út Mormónsbók. Ef til vill gætuð þið beðið einhvern að koma í bekkinn til að segja frá þeirri ákvörðun Martins að veðsetja býlið sitt til að greiða fyrir prentun Mormónsbókar (sjá Saints [Heilagir], 1:76–78). Hvaða vers í kafla 19 gætu hafa hjálpað honum við þessa ákvörðunartöku? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig Mormónsbók hefur blessað þá og hve þakklátir þeir eru fyrir fórn Martins Harris og fórnir annarra svo mögulegt var að gefa út Mormónsbók.
-
Ef til vill gæti einhver í bekknum sagt frá fórn sem hann eða hún hefur fært fyrir Drottin? Það gæti knúið meðlimi bekkjarins til að íhuga hversu fúsir þeir sjálfir eru til að fórna. Hvetjið þá til að miðla hverju því sem þeir finna í Kenningu og sáttmála 19 sem innblæs þá til að færa fórnir til að geta gert vilja Guðs (sjá einkum vers 16–26, 34–41).
Fleiri heimildir
Kærleiksgjald Guðs.
Öldungur D. Todd Christofferson vísaði í Kenningu og sáttmála 19:18 og sagði: „Við skulum ígrunda gjaldið fyrir hinn dýrmæta kærleika Guðs. Sálarkvöl hans í Getsemane og á krossinum var meiri en nokkur dauðlegur maður fær borið. Engu að síður, þá þoldi hann þetta, vegna elsku sinnar til föður síns og okkar, og getur því boðið okkur ódauðleika og eilíft líf“ („Vera stöðugur í kærleika mínum,“ aðalráðstefna, október 2016).