Kenning og sáttmálar 2021
1.–7. mars. Kenning og sáttmálar 20–22: „Upphaf kirkju Krists“


„1.–7. mars. Kenning og sáttmálar 20–22: ,Upphaf kirkju Krists‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„1.–7. mars. Kenning og sáttmálar 20–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Heimili Peters Whitmer

Heimili Peters Whitmer, eftir Al Rounds

1.–7. mars

Kenning og sáttmálar 20–22

„Upphaf kirkju Krists“

Skráið andleg hughrif ykkar er þið lærið Kenningu og sáttmála 20–22. Sum þeirra hughrifa gætu vakið hugmyndir, ykkur til hjálpar við kennsluna.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Í heimanámi sínu gætu meðlimir bekkjarins hafa hlotið skilning á blessunum þess að hafa sanna kirkju á jörðu. Biðjið þá að miðla versum úr þessum köflum sem útskýra ástæður þess að þeir eru þakklátir fyrir að kirkjan var endurreist.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 20–21

Kirkja Jesú Krists hefur verið endurreist

  • Meðlimir bekkjarins gætu haft gagn að því að ígrunda hvað líkt er með Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og kirkjunni sem Kristur stofnaði til forna. Þið gætuð teiknað á töfluna fjóra dálka merkta Kenning, Helgiathafnir, Prestdæmisvald og Spámenn. Þið gætuð veitt eftirfarandi ritningartilvísanir um kirkju Krists til forna: Matteus 16:15–19; Jóhannes 7:16–17; Efesusbréfið 2:19–22; 3. Nefí 11:23–26; Moróní 4–5. Meðlimir bekkjarins gætu fundið út hvað hver ritningarhluti kennir um kirkju Krists og skrifað tilvísanirnar í viðeigandi dálk á töflunni. (Sumar tilvísananna gætu átt við um fleiri en einn dálk.) Þeir gætu gert það sama við eftirfarandi tilvísanir um hina endurreistu kirkju Krists: Kenning og sáttmálar 20:17–25, 60, 72–79; 21:1–2. Hvað lærið þið um endurreisn kirkju Krists af þessum samanburði?

Kenning og sáttmálar 20:37, 75–7922

Helgiathafnir hjálpa okkur að verða eins og frelsarinn.

  • Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að læra skilyrðin fyrir skírn sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 20:37 og biðjið þá að ígrunda spurningar eins og þessar: Hvernig hjálpa skilyrðin okkur að búa okkur undir að láta skírast í kirkju Drottins? Hver er merking þess að taka á sig nafn Krists? (sjá Mósía 5:5–12). Hvað hjálpar ykkur að vera ætíð „[ákveðin] í að þjóna [Jesú Kristi] allt til enda“?

  • Hvað kennir kafli 22 um skírn? Biðjið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir eigi vin sem hefur látið skírast í aðra kirkju. Þeir gætu lesið þennan kafla til að finna leiðsögn til hjálpar vini þeirra við að skilja afhverju skírn í hina endurreistu kirkju frelsarans er nauðsynleg. Meðlimir bekkjarins gætu leikið þessar aðstæður sem bekkur eða tveir og tveir saman.

  • Lesið saman Kenningu og sáttmála 20:75–79 og biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga hvað þessi vers kenna um frelsarann og kraft hans í lífi okkar. Hvaða orð eða orðtök standa upp úr þegar þið lesið sakramentisbænirnar á þennan hátt? Afhverju er mikilvægt að meðtaka sakramentið í hverri viku?

    Djákni við útdeilingu sakramentisins

    Sakramentið er helg athöfn.

Kenning og sáttmálar 20:38–60

Prestdæmisþjónusta blessar kirkjumeðlimi og fjölskyldur þeirra.

  • Lýsingin á prestdæmisskyldum í Kenningu og sáttmálum 20:38–60 gæti aukið skilning meðlima bekkjarins á prestdæmisþjónustu. Ef til vill gætuð þið beðið þá að ímynda sér að nýskírður vinur eða fjölskyldumeðlimur sé í þann mund að verða vígður til prestdæmisembættis. Hvernig myndu þeir nota þessi vers til að hjálpa honum að skilja skyldur sínar? Hvaða dæmi myndu þeir nota til að hjálpa honum að skilja hvernig það getur hjálpað honum að líkjast meira Jesú Kristi að framfylgja þessum skyldum? Ef til vill gætu þeir leikið slíkt samtal.

    Hvernig gætu þeir, að auki, notað þessi vers til að hjálpa nýskírðri systur að skilja hvernig hún getur tekið þátt í því verki sem hér er lýst? (Yfirlýsingin í „Fleiri heimildir“ gæti verið gagnleg.)

Kenning og sáttmálar 21:4–7

Við erum blessuð þegar við tökum á móti orðum Drottins með spámanni hans.

  • Í Kenningu og sáttmálum 21 eru áhrifamiklar staðhæfingar um að fylgja spámanni Drottins. Biðjið meðlimi bekkjarins, þeim til hjálpar við að ígrunda og ræða þessar staðhæfingar, að leita í versum 4–7 að orðtaki sem þeir myndu vilja skilja betur og skrifið orðtakið á töfluna. Veljið nokkur orðtakanna og ræðið hugsanlega merkingu þeirra sem bekkur. Hvað kenna þessi orðtök okkur um að fylgja spámanni Drottins?

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við störfum öll með prestdæmisvaldi.

„Karlar eru vígðir til prestdæmisembættis, en bæði konum og körlum er boðið að upplifa kraft og blessanir prestdæmisins í lífi sínu. …

„… [Konur] prédika og biðja í söfnuðum, eru í mörgum leiðtoga- og þjónustustöðum, taka þátt í prestdæmisráðum, bæði á heimasvæðum og í yfirstjórnum, og þjóna í formlegu trúboði víða um heim. Á þennan og annan hátt iðka konur prestdæmisvald, þótt þær séu ekki vígðar til prestdæmisembættis. …

Síðari daga heilagar konur og karlar starfa með valdi og krafti prestdæmisins í kirkjulegum köllunum, helgiathöfnum musterisins, fjölskyldusamböndum og með hljóðlátri einstaklingsþjónustu. Þetta samspil karla og kvenna til að koma tilgangi Guðs í verk í gegnum kraft hans, er þungamiðjan í fagnaðarerindi Jesú Krists“ (Gospel Topics, „Joseph Smith’s Teachings about Priesthood, Temple, Women,“ topics.ChurchofJesusChrist.org).

Bæta kennslu okkar

Við lærum saman. Þið, sem kennarar, lærið með námsbekknum. Sýnið fúsleika til að læra af þeim með því að hlusta á það sem nemendur segja.