„22.–28. mars. Kenning og sáttmálar 29: „Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„22.–28. mars. Kenning og sáttmálar 29,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann
22.–28. mars
Kenning og sáttmálar 29
Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman
Mikilvægasta leiðin til að búa sig undir að kenna Kenningu og sáttmála 29 er að læra efnið af kostgæfni og leita leiðsagnar andans. Íhugið aðrar leiðir til að bjóða andanum í líf ykkar, til að mynda með föstu, musterissókn eða þjónustu við aðra.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Í Kenningu og sáttmálum 29:5 sagði Drottinn við hina heilögu: „Lyftið hjörtum yðar og gleðjist.“ Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lærðu í sjálfsnámi eða fjölskyldunámi sem fékk þá til að „[lyfta hjörtum sínum og gleðjast].“
Kennið kenninguna
Himneskur faðir undirbjó áætlun fyrir upphafningu okkar.
-
Ein leið til að hvetja til heimanáms er að byggja á verkefnunum í lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þið gætuð t.d. skrifað á töfluna hluta af áætlun sáluhjálpar, svo sem Fortilveran, Sköpunin, Friðþæging Jesú Krists, o.s.frv. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 29 um þessa hluta áætlunarinnar. Þið gætuð jafnvel fengið þá til að miðla einhverjum sem ekki þekkir áætlun Guðs því sem þeir myndu kenna úr þessum kafla.
Kenning og sáttmálar 29:1–8, 14–21
Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman fyrir síðari komu sína.
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja afhverju Jesús Kristur safnar saman fólki sínu, gætuð þið beðið þá að lesa vers 1–8 og ræða spurningar um samansöfnunina, eins og: Hvernig höfum við upplifað Krist safna saman og vernda okkur, líkt og hæna sem verndar unga sína? Hvernig söfnumst við saman í frelsaranum? (sjá t.d. vers 2). Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir hafa verið blessaðir af því að safnast saman og tilbiðja með öðrum meðlimum kirkjunnar.
-
Þið gætuð miðlað orðum Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“ til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga þá ábyrgð að hjálpa himneskum föður að safna saman börnum hans. Þið gætuð líka þess í stað sýnt myndbandið „A Witness of God [Vitni Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvað lærið þið um samansöfnunina af þessum boðskap? Hvernig eflir þessi boðskapur það sem Drottinn segir í Kenningu og sáttmálum 29:1–8?
-
Sumir atburðir hinna síðari daga sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 29:14–21 gætu vakið kvíða hjá meðlimum bekkjarins. Látið þá segja frá hvernig þeim líður. Afhverju varar Drottinn okkur við þessum atburðum? Hvaða hughreystandi sannleika lærum við um frelsarann og samansöfnunina í versum 1–8? Hvernig hjálpar samansöfnunin okkur að líta fram til þessara atburða með trú en ekki ótta. Þið gætuð, sem hluta af umræðu ykkar, sungið sálm um samansöfnunina, eins og „Ísrael, Drottinn á þig kallar“ (Sálmar, nr. 5) og rætt hvað sálmurinn kennir um samansöfnun Ísraels.
Sérhvert boðorð Drottins er andlegt.
-
Þótt sum boðorðanna gætu virst stundleg, þá eru öll boðorð Drottins andleg. Meðlimir bekkjarins gætu lesið saman vers 34–35 til að skilja þennan sannleika og skráð nokkur boðorð á töfluna, ásamt þeim andlegu reglum og blessunum sem bundin eru hverju þeirra. Þeir gætu miðlað dæmum úr eigin lífi eða úr ritningunum sem hafa hjálpað þeim að skilja andlegt eðli boðorða Guðs. Hvernig hefur þetta verkefni áhrif á það hvernig við skiljum boðorðin?
Fleiri heimildir
Þátttaka í samansöfnun Ísraels.
Russell M. Nelson forseti kenndi:
„Þetta eru sannlega hinir síðari dagar og Drottinn er að hraða verki sínu við samansöfnun Ísraels. Sú samansöfnun er það mikilvægasta sem á sér stað á jörðunni í dag. Ekkert annað er sambærilegt að umfangi, mikilvægi og mikilfengleika. Þið getið tekið aukinn þátt í henni, ef við viljið og kjósið. Þið getið skipað mikilvægt hlutverk í því sem er stórfenglegt, stórbrotið og tignarlegt!
Þegar við tölum um samansöfnunina, erum við einfaldlega að staðhæfa þennan sannleika: Öll börn okkar himneska föður, beggja vegna hulunnar, verðskulda að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists. Þau ákveða sjálf hvort þau vilji vita meira. …
Himneskur faðir okkar hefur geymt marga af göfugustu öndum hans – kannski ætti ég að segja, besta liðið hans – fyrir þennan síðasta þátt. Þessir göfugu andar – þessir bestu leikmenn, þessar hetjur – eruð þið!“ („Hope of Israel“ [heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fólk, 3. júní 2018], ChurchofJesusChrist.org).