Kenning og sáttmálar 2021
8.–14. mars. Kenning og sáttmálar 23–26: „Styrkja kirkjuna“


„8.–14. mars. Kenning og sáttmálar 23–26: ,Styrkja kirkjuna‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„8.–14. mars. Kenning og sáttmálar 23–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Emma Smith

8.–14. mars

Kenning og sáttmálar 23–26

„Styrkja kirkjuna“

Áður en þið lesið þessi lexíudrög, lesið þá Kenningu og sáttmála 23–26 og ígrundið reglurnar sem ykkur finnst að gætu styrkt meðlimi bekkjar ykkar. Íhugið síðan hvaða úrræði hjálpa ykkur við kennsluna, þar með talin þau sem lögð eru til í þessum lexíudrögum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Hvaða blessanir höfum við upplifað af því að „helga tíma [okkar] því að nema ritningarnar“? (Kenning og sáttmálar 26:1). Hvernig höfum við fundið fyrir andanum á heimili okkar? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá því hvernig þeir hafa sigrast á hindrunum eða truflunum til að helga tíma sinn því að læra ritningarnar á eigin spýtur og með fjölskyldunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 23–26

Við getum öll styrkt kirkjuna.

  • Þið gætuð viljað kanna með meðlimum bekkjarins merkingu þess að „hvetja kirkjuna“ (Kenning og sáttmálar 25:7). Ef til vill gæti einhver útskýrt merkingu hugtaksins hvetja í orðabók eða dæmi um hvatningu sem þeir hafa orðið vitni að. Hvernig getum við hvatt hvert annað? Hvernig styrkir þetta kirkjuna? Hvað annað lærum við í Kenningu og sáttmálum 23–26 sem getur hjálpað okkur að styrkja kirkjuna? Þið gætuð líka rætt hvernig þessar reglur eiga við um að styrkja heimili okkar. Til að heimfæra þessar reglur upp á hirðisþjónustu okkar, gætuð þið rifjað upp hluta af boðskap systur Bonnie H. Cordon „Verða hirðir“ (aðalráðstefna, október 2018).

Kenning og sáttmálar 24

Frelsarinn getur „lyft [okkur] upp úr þrengingum [okkar].“

  • Opinberunin í Kenningu og sáttmálum 24 var gefin til að „styrkja, hvetja og leiðbeina“ Joseph og Oliver á erfiðum tíma (Kenning og sáttmálar 24, kaflafyrirsögn; sjá einnig Saints [Heilagir], 1:94–96). Þið gætuð beðið bekkinn að kanna þennan kafla í leit að vísbendingum um að Drottinn hafi vitað af Joseph og aðstæðum hans. Hvernig uppfyllti Drottin þarfir Josephs? Hvernig gerir hann það sama fyrir okkur núna? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að segja frá því þegar þeir hafa fundið að Drottinn hafi vitað af persónulegum aðstæðum þeirra og hughreyst þá í erfiðleikum þeirra.

    Ljósmynd
    Jesús Kristur læknar fólk

    Hann læknaði marga af hinum ýmsu sjúkdómum, eftir J. Kirk Richards

Kenning og sáttmálar 25

Emma Smith er „kjörin kona.“

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna samsvörun í opinberun Drottins til Emmu Smith, íhugið þá þetta verkefni: Biðjið annan helming bekkjarins að leita í kafla 25 að því sem Drottinn bauð Emmu að gera og hinn helming hans að leita að því sem hann lofaði sjálfur að gera. Biðjið þá að skrá það sem þeir fundu og miðla það hver öðrum. Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu miðlað reglum sem eru þeim einkar mikilvægar.

  • Hvaða orð og orðtök í kafla 25 styðja við yfirlýsingu Drottins til Emmu Smith: „ Þú ert kjörin kona“? (vers 3). Meðlimir bekkjarins gætu líka rætt hvernig Emma lifði eftir reglunum í þessari opinberun. Gagnlegt efni er myndbandið „An Elect Lady [Kjörin kona]“ (ChurchofJesusChrist.org), „Thou Art an Elect Lady [Þú ert kjörin kona]“ (Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 33–39), and „Raddir endurreisnarinnar“ í þessum lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

  • Hvað finnst Drottni um helga tónlist, samkvæmt Kenningu og sáttmála 25:11–12? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins rætt hvernig nota mætti sálma við að bjóða andanum á heimili þeirra.

Kenning og sáttmálar 25:5, 14

Við ættum að leitast eftir því að vera í „hógværum anda.“

  • Drottinn ráðlagði Emmu að „[halda] áfram í hógværð“ (Kenning og sáttmálar 25:14; sjá einnig vers 5). Til að kanna merkingu þessa, gætuð þið skrifað Hógværð á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa þar við hlið hvað þetta orð vekur upp í huga þeirra. Þeir gætu síðan leitað í kafla 25 að orðum og orðtökum sem þeim finnst tengjast hógværð og miðlað síðan því sem þeir fundu. Íhugið að miðla staðhæfingu öldungs Davids A. Bednar í „Fleiri heimildir.“ Afhverju er mikilvægt að auðsýna hógværð?

Kenning og sáttmálar 25:10, 13

Við ættum að sækjast eftir því sem heyrir til betri heims.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að tileinka sér leiðsögn Drottins um að „leggja til hliðar það, sem þessa heims er, og leita þess, sem betra er“ (Kenning og sáttmálar 25:10), gætuð þið beðið þá að skrá dæmi um það „sem þessa heims er“ og dæmi um það sem heyrir til „[betri heims].“ Hvaða ráð getum við gefið hvert öðru til hjálpar við að einblína á eilífa hluti? Hvernig tengist leiðsögnin í versi 13 því markmiði?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hógværð er styrkur.

Öldungur David A. Bednar útskýrði: „Hinn kristilegi eiginleiki hógværð er oft misskilinn í okkar nútíma heimi. Hógværð er styrkleiki, ekki veikleiki; athafnasemi, ekki aðgerðaleysi; hugdirfska, ekki hugleysi; ögun, ekki óhóf; látleysi, ekki sjálfsupphefð; og velvilji, ekki hvatvísi. Þeim sem er hógvær verður ekki auðveldlega ögrað, hann er ekki stærilátur eða ofríkisfullur og viðurkennir fúslega árangur annarra“ („Hógvær og af hjarta lítillátur,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Bæta kennslu okkar

Berið vitni um fyrirheitnar blessanir. Þegar þið hvetjið meðlimi bekkjarins til að tileinka sér það sem þeir hafa lært, vitnið þá um þær blessanir sem Guð hefur lofað (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35).

Prenta