„22.–28. mars. Kenning og sáttmálar 29: „Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„22.–28. mars. Kenning og sáttmálar 29,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021
22.–28. mars
Kenning og sáttmálar 29
Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman
Einn tilgangur með lestri ritninganna er að læra kenningar eða sannleika fagnaðarerindisins, sem nauðsynlegt er fyrir hjálpræði okkar. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 29 í þessari viku, leitið þá að kenningarlegu innsæi sem ykkur er mikilvægt.
Skráið hughrif ykkar
Þótt að kirkja Jesú Krists hafi verið stofnuð 1830, átti enn eftir að opinbera ýmsan sannleika fagnaðarerindisins og ýmsir kirkjumeðlimir á þeim tíma höfðu spurningar. Þeir höfðu lesið spádóma Mormónsbókar varðandi samansöfnun Ísraels og uppbyggingu Síonar (sjá 3. Nefí 21). Hvernig átti það að gerast? Opinberanirnar sem Hiram Page sagðist hafa hlotið fjölluðu um þetta efni og urðu aðeins til að auka á forvitni meðlimanna (sjá Kenningu og sáttmála 28). Aðrir veltu fyrir sér falli Adams og Evu og andlegum dauða. Drottinn fagnaði þessum spurningum árið 1830: „Hvers sem þér biðjið í trú,“ sagði hann, „sameinaðir í bæn samkvæmt mínum boðum, það mun yður gefast“ (Kenning og sáttmálar 29:6). Hann fagnar líka spurningum okkar í dag; hann bíður einungis eftir því að við spyrjum hann í bæn. Reyndar svarar hann stundum, eins og opinberunin í Kenningu og sáttmálum 29 sýnir, með því að veita sannleika og þekkingu umfram spurnarefni okkar.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Himneskur faðir fyrirbjó fullkomna áætlun fyrir upphafningu okkar.
Kenning og sáttmálar 29 kennir margan sannleika varðandi áætlun Guðs fyrir börn sín. Þegar þið lesið, leitið þá að sannleika er þið lærið um hvert eftirfarandi atriði í áætluninni:
-
Fortilveran (sjá vers 36–37)
-
Sköpunin (sjá vers 31–33)
-
Fall Adams og Evu (sjá vers 40–41)
-
Jarðlífið (sjá vers 39, 42–45)
-
Friðþæging Jesú Krists (sjá vers 1, 42–43, 46–50).
-
Upprisan (sjá vers 13, 26)
-
Lokadómurinn (sjá vers 12–13, 27–30)
Hvaða nýjan skilning hlutuð þið? Hvernig væri líf ykkar öðruvísi, ef þið þekktuð ekki þennan sannleika?
Þið getið lært meira um áætlun himnesks föður í „Sáluhjálparáætlunin,“ (Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu, endursk. útg. [2018], churchofjesuschrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl.
Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman fyrir síðari komu sína.
Jesús Kristur talar um að safna fólki sínu saman „líkt og þegar hæna safnar ungum sínum undir vængi sér“ (Kenning og sáttmálar 29:2). Hvað kennir þessi líking ykkur um þrá frelsarans til að safna ykkur saman? Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 29:1–8, reynið þá að skilja hvers vegna við söfnumst saman, hverjir munu safnast saman og hvernig við getum aðstoðað við að safna saman hinum „kjörnu“ (vers 7).
Samansöfnun á okkar tíma merkir að sameinast í stikum Síonar um allan heim. Hvernig hjálpar sameining hinna heilögu okkur að „vera að öllu leyti [viðbúin]“ því andstreymi sem koma mun fyrir síðari komu frelsarans? (vers 8; sjá einnig vers 14–28).
Sjá einnig Trúaratriðin 1:10; Russell M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Hope of Israel“ (heimslæg æskulýðssamkoma, 3. júní 2018), ChurchofJesusChrist.org).
„Allt er andlegt fyrir mér.“
Á hvaða hátt eru öll boðorð andleg? Hvað kennir vitneskjan um að öll boðorð séu andleg um tilgang boðorðanna? Þið getið skráð nokkur boðorð og ígrundað þær andlegu reglur sem tengjast hverju þeirra.
Hvað gæti breyst, ef þið leituðuð að andlegri merkingu eða tilgangi í verkefnum hvers dags, jafnvel þeim sem virðast stundleg eða veraldleg?
Sjá einnig Rómverjabréfið 8:6; 1. Nefí 15:30–32.
Jesús Kristur frelsar okkur frá fallinu.
Þessi opinberun hefst á því að Drottinn kynnir sig sjálfan sem lausnara okkar sem „hefur friðþægt fyrir syndir [okkar]“ vers 1). Opinberunin útskýrir síðan nokkrar ástæður þess að við þörfnumst frelsara. Íhugið hvernig þið mynduð nota vers 36–50 til að útskýra hvers vegna við þörfnumst endurlausnar fyrir milligöngu frelsarans Jesú Krists. Hefðir margra trúfélaga er að líta á fallið sem harmleik; hvað finnið þið í þessum versum sem kennir okkur um jákvæð áhrif fallsins? (Sjá einnig 1. Korintubréfið 15:22; 2. Nefí 2:6–8, 15–29; Mósía 3:1–19; HDP Móse 5:9–12.)
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Kenning og sáttmálar 29.Þið getið notað myndirnar aftast í kaflanum, ásamt Kenningu og sáttmálum 29, til að kenna fjölskyldu ykkar um sáluhjálparáætlunina. Fjölskyldumeðlimir gætu t.d. lært um mismunandi hluta áætlunarinnar með því að lesa og ræða hin gefnu vers. Þeir gætu fundið meiri sannleika í Gospel Topics (topics.ChurchofJesusChrist.org) eða í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=eng). Skráið það sem þið lærið. Hvers vegna erum við þakklát fyrir vitneskju okkar um sáluhjálparáætlunina? Hvernig hefur vitneskja okkar um hana áhrif á daglegt líf okkar?
-
Kenning og sáttmálar 29:2, 7–8.Hvað felst í því að vera safnað saman af frelsaranum? Hvernig getum við hjálpað honum að safna saman hinum kjörnu?
-
Kenning og sáttmálar 29:3–5.Hvað lærum við um frelsarann í þessum versum sem hjálpar okkar að „lyfta hjörtum [okkar] og gleðjast?“ (vers 5). Myndbandið „We Can Find Happiness [Við getum fundið hamingju]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti auðveldað ykkur að ræða um hvernig þekkingin á sáluhjálparáætluninni hefur fært fjölskyldu ykkar hamingju.
-
Kenning og sáttmálar 29:34–35.Lestur þessara versa gæti veitt fjölskyldu ykkar tækifæri til að ræða þær andlegu ástæður sem liggja að baki sumra þeirra boðorða eða spámannlegrar leiðsagnar sem þið reynið að fylgja. Hvers vegna vill Drottinn t.d. að við lesum ritningarnar saman sem fjölskylda? Hvaða andlegan ávinning höfum við greint af því að halda boðorðin?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að sálmi: „Ísrael, Drottinn á þig kallar,“ Sálmar, nr. 7.