1. Ísrael, Drottinn á þig kallar,
út þú gakk úr synda borg,
falla turnar hæstu hallar,
hyljast ösku stræti´ og torg.
Kom til Síon, kom til Síon,
komið flýið refsing hans,
kom til Síon, kom til Síon,
komið heim til Drottins lands.
2. Ísrael, Drottinn til þín talar,
takið eftir máli hans,
morgunn roðar rjáfur salar,
raust hans nær til sérhvers manns.
Kom til Síon, kom til Síon,
kætist Síons borgum í,
kom til Síon, kom til Síon,
kveðið sigur ljóðin ný.
3. Ísrael, sjáðu englar svífa,
æðri´og sælli heimum frá,
afli sínu alla hrífa,
allra helgra til þeir ná.
Kom til Síon, kom til Síon,
koma Herrans nálgast fer,
kom til Síon, kom til Síon,
komu hans nú fagna ber.
4. Ísrael, máttu lengi líða,
lúta myrkum syndaher,
dómsins þunga breyskur bíða,
brátt hann fellur yfir þér.
Kom til Síon, kom til Síon,
kveða múrar gleði róm,
kom til Síon, kom til Síon,
kveða stoltan sigur hljóm.
Texti: Richard Smyth, 1838–1914
Lag: Charles C. Converse, 1832–1918
Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944