115 Ó, Jesús bróðir besti Með tilbeiðslu 1. Ó, Jesús bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. 2. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái´ að spilla. 3. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. 4. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. 5. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi´ í mínu hjarta. 6. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef að veri og góðan ávöxt beri. Texti: Páll Jónsson, 1812–1889 Lag: A. P. Berggreen, 1801–1880 Matteusarguðspjall 19:13–15 3 Nefí 17:21–25