106 Er í lífsins orðum leita Með bænarhug 1. Er í lífsins orðum leita, ljúfi faðir, bið ég þig: Gef mér þekking, greind og visku, góði faðir, leið þú mig. 2. Er í lífsins orðum leita, lát þinn anda vera hér. Ljósi þínu’ og leyndardómum ljúk upp, faðir, fyrir mér. 3. Er í lífsins orðum leita, líkn mér færi huggun þín. Miskunn þín og máttur, faðir, megni’ að græða sárin mín. 4. Er í lífsins orðum leita, leiði hlýðni’ og bæn til þín. Orð þitt geymir eilíft lífið, ætíð sé það leiðsögn mín. Lag og texti: C. Marianne Johnson Fisher, 1932–2018 © 1985 IRI Íslensk þýðing: Sveinbjörg Guðmundsdóttir, 1929 2. Tímóteusarbréf 3:14–17 Rómverjabréfið 15:4