1. Þann vitnisburð sem allt mér er
frá andanum hann hlýt,
hann lyftir mér í hæstu hæð
svo himins dýrð ég lít.
2. Ég veit þú býrð í himni hám,
við hlið þér frelsarinn,
í spámannsorðum einnig ég
um eilífð blessun finn.
3. Mér vöknar brá, mitt hjarta’ er heitt
og helgan Guð ég bið:
Ó, endurnýja allt mitt líf
og æ mér veittu lið.
4. Sá vitnisburður veitir stoð
að vinna daglegt stríð.
Eitt andartak í leiftri lít
ég ljósin himins blíð.
Texti: Loren C. Dunn, f. 1930. © 1985 IRI
Lag: Michael Finlinson Moody, f. 1941. ©1985 IRI
Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1891–1983