Tónlist
Trú mín er á Krist


34

Trú mín er á Krist

Innilega

1. Trú mín er á Krist, hann kóngur er,

með lofsöngshljóm frá hjarta mér

nú gjalli rödd með gleðimál

sem gleðji’ og hrífi hverja sál.

Trú mín er á Krist, Guðs son er sá,

hans sál kom hingað jörðu á,

með krafti Guðs hann verkin vann,

nú vegsamist og lofist hann.

2. Trú mín er á Krist, ó, tignaða orð,

af konu fæddur kom á storð

að dauðlegt hold í fjötrum fætt

sé frelsi hans og anda gætt.

Trú mín er á Krist, vort leiðarljós,

af gleði syng ég honum hrós,

hann bauð oss föllnum: Fylgið mér,

í faðmi Guðs svo búið þér.

3. Trú mín er á Krist, minn kóng, minn Guð,

hans kenning æ sé vegsömuð,

hans sannleiks ljós æ lýsir enn,

því lofa hann og tigna menn.

Trú mín er á Krist, hann frelsað mig fær,

er freistinganna hrammur slær,

í ást og trú um eilífð bý

með útvöldum hans ríki í.

4. Trú mín er á Krist, hann æðstur er,

af anda sínum veitir mér,

hans raust mér gleðiboðskap ber,

í beiskri nauð hann lýsir mér.

Trú mín er á Krist, svo hvað sem er

nú koma má og ógna mér,

hans endurkoma er mér vís

þá upp hans veldi’ á jörðu rís.

Texti: Bruce R. McConkie, 1915–1985. © 1972 IRI

Lag: John Longhurst, f. 1940. © 1985 IRI

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þorleifsson, 1891–1983

2 Nefí 25:23, 26, 29

Mormón 7:5–7