68
Ég græna hæð í huga lít
Með lotningu
1. Ég græna hæð í huga lít,
þó hér í fjarlægð sé,
þar frelsun Drottinn færði oss
með fórn á krossins tré.
2. Vér getum ekki greint því frá,
hve grimmd hann þjáði’ á kross,
en trú vor er að þjáning þá,
hann þoldi fyrir oss.
3. Ei annar neinn þann átti mátt,
sem oss frá syndum bar;
hann einn gat himins opnað dyr
og oss til dýrðar þar.
4. Hve ástin hans var heit og sönn,
oss hann því elska ber.
Hans endurlausnin er vort traust
og allt hans lífið hér.
Texti: Cecil Frances Alexander, 1818–1895
Lag: John H. Gower, 1855–1922
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983
Jóhannesarguðspjall 19:16–20
Hebreabréfið 13:12