1. Ljúfasti lausnari, leið mig til þín,
fúslega’ að fylgi þér,
leið mig til þín.
Í nætursorta sjá,
sem ljós við árdags brá
lýsi þitt ljós mér hjá,
leið mig til þín.
2. Um lífsins dimman dal,
leið mig til þín,
lífs betra veit mér val,
leið mig til þín.
Ætíð lát anda þinn
uppörva huga minn.
Verndandi vörðurinn,
leið mig til þín.
3. Jafnt gegnum sorg og synd,
leið mig til þín,
tefji sjón táralind,
tak mig til þín.
Von þá mér víkur frá,
veröld mig svíkur þá
lýsi þitt ljós mig á,
leið mig til þín.
4. Dauða er dregur nær,
tak mig til þín,
hughreyst mig Herra kær,
tak mig til þín.
Veit þá af þinni náð
þolgæði’ og elsku ráð
uns himni hef ég náð,
tak mig til þín.
Lag og texti: Orson Pratt Huish, 1851–1932
Íslensk þýðing: Rafnhildur Björk EirÍksdóttir, 1943