60 Svo sem oss kennir æ Guðs orð Innilega 1. Svo sem oss kennir æ Guðs orð auðmjúk þá krjúpum við hans borð, flekklaus mín hönd og hjarta sé, hugur minn Drottins signuð vé. 2. Blóð hans á krossi blessað rann, breyskan svo leysti sérhvern mann, dauðans í rökkur birtu brá, burtu svo dauða’ og synd réð má. 3. Þegar sinn dauða þáði hann, þrældóms úr fjötrum leysti mann, lögmálsins broti létti’ oss af, líf oss með sínum dauða gaf. 4. Þannig úr grafarmyrkri má maðurinn rísa, dýrð hans sjá, ætíð með honum eiga stað, eilíft hans frelsi grundvallað. Texti: John Nicholson, 1839–1909 Lag: Alexander Schreiner, 1901–1987. ©1948 IRI Nafn lags: AEOLIAN Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944 Kenning og sáttmálar 20:40 Alma 5:19, 21