Tónlist
Ó, blessuð sértu bænarstund


44

Ó, blessuð sértu bænarstund

Friðsælt

1. Ó, blessuð sértu bænarstund!

Mér býður þú á föðurfund

með hvað eitt, sem mér amar að,

því einn hann veit og skilur það.

Þá hryggð í mínu hjarta bjó,

frá honum fékk ég kraft og fró.

Já, ávallt gefst mér gull í mund

frá Guði’ á helgri bænarstund.

Já, ávallt gefst mér gull í mund

frá Guði’ á helgri bænarstund.

2. Ó, blessuð sértu bænarstund!

Þú ber í hæð á föðurfund,

mín andvörp þung, og skært þá skín

Guðs skæra náð á tárin mín.

Hann býður mér að byggja traust

á blíðri Jesú hirðis raust.

Ó, Herra, þín með ljúfri lund

ég leita vil á bænarstund.

Ó, Herra, þín með ljúfri lund

ég leita vil á bænarstund.

Texti: Eignað William W. Walford, 1772–1850, alt.

Lag: William B. Bradbury, 1816–1868, alt.

Íslensk þýðing: Jón Jónson á Hvoli, 1859–1949

Sálmarnir 55:16–17, 22

Filippíbréfið 4:6–7