1. Á háum fjallsins hnúk,
við himinfána ber,
ó, horfið upp til hans,
hann heimsins leiðsögn er.
Í fegurð lands við frið og sátt,
á fjalli Síons blaktir hátt.
2. Því Drottins dýrmæt orð,
á dögum fornum gjörð,
að send´ á Síons hæð
sín sannleiks boð á jörð.
Þau ljóma skulu´ og lýsa þeim
sem ljóssins njóta´ um allan heim.
3. Þar honum dýrlegt hús
til heiðurs rísa skal.
Um löndin fregn sú fer
og fólksins hljómar tal:
Vér viljum þjónar vera hans
og veginn finna sannleikans.
4. Þar lög hans leiða oss
á lífsins sönnu braut,
oss viskan veitast mun,
sem veröld æðsta hlaut.
Um eilífð vor sé vegur hans
í vernd og miskunn kærleikans.
Texti: Joel H. Johnson, 1802–1882
Lag: Ebenezer Beesley, 1840–1906
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983