74
Drottin vor reis dauðum frá
Með fögnuði
1. Drottinn vor reis dauðum frá,
dýrð hans vaki öllum hjá.
Sífellt honum séu gjörð
sigurljóð á himni’ og jörð.
[Chorus]
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
2. Endurlausnarverkið vann,
veg í kærleik sýndi hann,
hjúpað dýrð hans dauðastríð.
Dimma jarðar liðin tíð.
[Chorus]
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
3. Drottinn lifði dauða sinn,
dauði hvar er broddur þinn?
Hans er fórnin heilög gjöf;
hvar þinn sigur dimma gröf?
[Chorus]
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Texti: Charles Wesley, 1707–1788
Lag: Ókunnur höfundur, Lyra Davidica, 1708
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983
Matteusarguðspjall 28:5–6
1. Korintubréf 15:20, 53–57