Tónlist
Guðs barnið eitt ég er


112

Guðs barnið eitt ég er

Innilega

1. Guðs barnið eitt ég er,

hann um mig heldur vörð,

og pabba’ og mömmu mér hann gaf

og mína fósturjörð.

[Chorus]

Leið mig, viltu vísa mér á

veg sem treysta má.

Kenn mér allt sem get ég gert,

svo Guði verði’ ég hjá.

2. Guðs barnið eitt ég er,

og ekki margt hef reynt;

kenn mér svo hans ég eignist orð,

og ekki verði’ of seint.

[Chorus]

Leið mig, viltu vísa mér á

veg sem treysta má.

Kenn mér allt sem get ég gert,

svo Guði verði’ ég hjá.

3. Guðs barnið eitt ég er,

það æðsta blessun tel,

ef læri’ ég hans að hlýða rödd,

ég honum líf mitt fel.

[Chorus]

Leið mig, viltu vísa mér á

veg sem treysta má.

Kenn mér allt sem get ég gert,

svo Guði verði’ ég hjá.

4. Guðs barnið eitt ég er

og öruggt heit hans ber,

að æðstu dýrð hann ætlar mér,

ef honum trú/r ég er.

[Chorus]

Leið mig, viltu vísa mér á

veg sem treysta má.

Kenn mér allt sem get ég gert,

svo Guði verði’ ég hjá.

Texti: Naomi W. Randall, f. 1908. © 1957 IRI

Lag: Mildred T. Pettit, 1895–1957. © 1957 IRI

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983, fjórða versið þýtt af Bárði Árna Gunnarssyni

Sálmarnir 82:6

Mósía 4:15

Kenning og sáttmálar 14:7